Úr álveri í útskurð og rennismíði
Jón Þórður Jónsson tæknifræðingur hefur rennt muni úr tré síðan synir hans og fjölskyldur þeirra gáfu honum trérennibekk í sjötugsafmælisgjöf. Hann vann um árabil hjá Ísal í Straumsvík en hætti þar sökum aldurs 2009.
„Ég renni allskonar muni úr tré, eins og fugla, kertastjaka, box, bjöllur, lyklakippur og svo framvegis,“ segir Jón Þórður og hann leggur áherslu á að viðurinn fái að njóta sín og að eiginleikar trésins komi í ljós í gegnum munina. Hann vinnur í bílskúrnum heima og hefur komið sér vel fyrir. „Ég geri þetta mest ánægjunnar vegna og að sjálfsögðu er gaman þegar einhver kaupir. Einnig fer mikið í tækifærisgjafir og jólagjafir. Ég hef haldið sýningu í bílskúrnum sem gekk mjög vel og ég ætla að halda aftur sölusýningu í vor. Ef til vill fer ég með munina mína í handverkssöluna á Króksfjarðarnesi í sumar og verð með þá á ferðalögum í húsbílnum okkar.“
Viðtalið í heild sinni má lesa í 5. tbl. Vikunnar sem kemur í verslanir fimmtudaginn 1. febrúar 2018.
Jón Þórður er á Facebook undir Smiðja Jóns Þórðar.
Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson