Hjördís Dögg Grímarsdóttir er þekkt fyrir góðar og flottar köku- og mataruppskriftir og hefur í rúman áratug rekið síðuna mömmur.is sem er með mörg þúsund fylgjendur á Facebook og Instagram.
Þessi ljúfa og jákvæða Skagakona er í forsíðuviðtali jólablaðs Vikunnar sem komið er á næsta sölustað og fæst einnig í áskrift. Ekki nóg með það, heldur sá Hjördís um að elda jólamatinn fyrir okkur og deilir uppskriftunum með lesendum Vikunnar.
Með jákvæðni og þakklæti að leiðarljósi
„Mér finnst líf mitt vera svolítið eins og töfrandi ævintýri með öllum sínum tækifærum. Auðvitað hef ég fengið áskoranir eins og aðrir en mótlætið eflir mann bara. Mér finnst ég bara svo oft vera á réttum stað á réttum tíma og hitta rétta fólkið á réttum tíma,“ segir hún og áréttar: „Ég á yndislega fjölskyldu og þau skref sem ég hef tekið sem snerta börnin mín, húsnæðismál og atvinnu hafa verið mér til mikillar gæfu. Ég tel mig hafa verið einstaklega lánsama í gegnum lífið og hef þá sýn að með jákvæðni og þakklæti að leiðarljósi fáir þú það sem þú leggur í lífið. Stundum eru það tækifæri en einnig áskoranir sem maður þroskast af. Það hefur svo sannarlega komið á daginn.“
Hjördís Dögg er í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur í verslanir á morgun, fimmtudag.
Benný Sif Ísleifsdóttir var orðin fjörutíu og sex ára þegar hún gerði alvöru úr því að leggja skriftir fyrir sig. Hún segist sáralítið hafa skrifað fyrir þann tíma, var heimavinnandi húsmóðir með fimm börn og síðan í námi í þjóðfræði í Háskólanum. Skriftirnar liggja þó vel fyrir henni og nú er önnur skáldsaga hennar, Hansdætur, komin út og fær rífandi góða dóma. Benný segir velgengnina þó geta verið tvíeggjað sverð, góðar viðtökur og hrós séu auðvitað hvatning til að halda áfram en setji jafnframt pressu varðandi næstu bók.
Í Málinu sem er nýr efnisliður í Vikunni munum við taka fyrir málefni sem eru í umræðunni. Í þessari viku tókum við umræðuna friðhelgi barna, sérstaklega þegar kemur að birtingu mynda af þeim á samfélagsmiðlum og vefsíðum. Mega foreldrar og forsjáraðilar birta óhindrað myndir af börnum sínum? Mega aðrir gera það?
Söngvararnir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Erna Hrönn Ólafsdóttir og Margrét Eir Hönnudóttir, og leikarinn Sverrir Þór Sverrisson, sitja fyrir svörum um jólahefðir og minningar frá liðnum jólum.
Hildur Loftsdóttir, barnabókahöfundur og kennari í íslensku sem erlendu máli í Tin Can Factory, er undir smásjánni. Aðspurð um hver myndi leika hana í bíómynd svarar hún: „Vala Kristín á yngri árum og Helga Braga nú á dögum. Mér finnst ég greinilega bæði sæt og fyndin.“
Viðtöl við þessa einstaklinga og marga fleiri má lesa í jólablaði Vikunnar þar sem einnig má finna umfjöllun um fræga fólkið, afþreyingu, menningu, heilsu, tísku, húðumhirðu, og fleira, auk þess sem Málið, Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, krossgátan, orðaleit og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.
Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.