Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Ljúfur angan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkur góð ráð varðandi val á ilmvatni til að auka endingu.

Hvernig við skynjum ilm og hvaða ilmur okkur þykir góður er afar persónubundið. Þess vegna er mjög áhættusamt að gefa einhverjum ilmvatn að gjöf, það er, ef viðkomandi hefur ekki valið sér það sjálfur. En þegar við höfum loksins fundið rétta ilminn fyrir okkur þá viljum auðvitað að hann endist sem lengst á okkur. Hér eru nokkur góð ráð varðandi val á ilmvatni til að auka endingu og hvernig sé best að geyma þau.

Yfirleitt er mikil vinna lögð í hönnun ilmvatsnglasa og því er tilvalið að stilla þeim fallega upp á snyrtiborði eða kommóðu.

1. Ilmvötn hafa takmarkaðan líftíma síðan fer lyktin að breytast og dofna. Ákveðnir þættir geta haft áhrif á og takmarkað líftímann, þá sérstaklega hiti, birta og raki. Þess vegna er óráðlegt að geyma ilmvötn inni á baðherbergi eða úti í gluggakistu og mælst er til að geyma þau frekar á þurrum og skuggsælum stað. Það þýðir þó ekki að þú þurfir að geyma þau inni í skáp. Yfirleitt er mikil vinna lögð í hönnun ilmvatsnglasa og því er tilvalið að stilla þeim fallega upp á snyrtiborði eða kommóðu, margir hafa til dæmis notað fallega bakka eða kökudiska.

2. Ilmur endist skemur á þurri húð og þess vegna er mikilvægt að bera krem á húðina ef þú vilt að hann endist lengur. Mörg ilmvatnsmerki framleiða body lotion með sama ilmi sem vissulega eykur áhrif hans en það er ekkert síðra að nota gott ilmlaust krem. Einnig mæla sumir sérfræðingar með því að bera vaselín á þá staði sem þú spreyjar ilmvatninu á því það myndar nokkurs konar hjúp á milli ilmvatnsins og húðarinnar og eykur þannig endingu.

Algengt er að sjá konur nudda úlnliðunum saman eftir að þær hafa spreyjað ilmvatni á sig en það eru mikil mistök. Það verður til þess að toppnótur ilmsins hverfa hraðar og ilmurinn endist skemur á úlnliðnum.

3. Spreyjaðu ilmvatni á helstu púlsstaði líkamans, það er úlnliði, háls og olnboga- og hnésbætur, því það tryggir að ilmurinn dreifist vel. Best er að spreyja á sig ilmvatni þegar maður er nýkominn úr sturtu og áður en maður klæðir sig því þá er húðin rök og grípur frekar ilminn. Þetta kemur líka í veg fyrir að ilmvatnið liti viðkvæm föt eða skartgripi. Algengt er að sjá konur nudda úlnliðunum saman eftir að þær hafa spreyjað ilmvatni á sig en það eru mikil mistök. Það verður til þess að toppnótur ilmsins hverfa hraðar og ilmurinn endist skemur á úlnliðnum. Ef þú vilt aðeins fá léttan ilm eða ert að bæta á þig örlítið meira ilmvatni fyrir kvöldið er sniðugt að spreyja ilmvatninu létt upp í loftið og ganga inn í mistrið. Margar konur spreyja ilmvatni í hárið á sér milli þvotta, enda er mikil uppgufun sem fer fram í gegnum höfuðið, ilmvatn sem inniheldur alkahól getur þó þurrkað hárið óþarflega mikið og þá er betra að spreyja ilmvatninu í hárbursta og renna honum svo í gegnum hárið.

4. Það getur reynst flókið að finna sér nýjan ilm og nauðsynlegt að vera með helstu hugtök á hreinu. Eau de toilette er með léttari ilm en Eau de parfum og er þar af leiðandi yfirleitt aðeins ódýrari. Ilmnótur skiptast niður í grunn-, mið- og toppnótur en ilmur getur ýmist verið blómlegur, sætur, kryddaður eða sítrus- og ávaxtakenndur. Einnig er hægt að fá ilm í föstu formi eða sem hreina ilmolíu, en slíkur ilmur er oftar en ekki kröftugri en sá sem er spreyjaður.

est er að spreyja á sig ilmvatni þegar maður er nýkominn úr sturtu og áður en maður klæðir sig því þá er húðin rök og grípur frekar ilminn.

5. Það er mjög misjafnt hvernig ilmvötn lykta á fólki. Í flestum verslunum er að finna þar til gerðan pappír sem þú getur spreyjað á áður en þú reynir eitthvað á eigin skinni. Ef þú hins vegar lendir í því að þú spreyjar á þig ilmvatni sem hentar þér alls ekki er gott að strjúka meikhreinsiklút yfir svæðið til að fjarlægja ilminn. Sniðugt er að blanda ólíkum ilmvötnum saman til að fá einstakan ilm sem einkennir þig. Þá er sniðugt að nota prufupappírinn til að prófa ólíkar blöndur. Þumalputtareglan segir að þú eigir að byrja á þyngri ilmi og enda á léttari, því annars er hætta á að sá léttari kæfist. Til að finna sanna lykt ilmvatnsins verður að spreyja því á húð og leyfa því að bíða í nokkrar mínútur á meðan það rýkur aðeins og aðlagast þér.

- Auglýsing -

6. Ilmvötn má nota á fjölmarga vegu, til dæmis er sniðugt að spreyja uppáhaldsilmvatninu þínu á sængurfötin þín. Einnig er hægt að spreyja því á tissjúpappír sem þú setur í skúffurnar þar sem þú geymir fötin þín þannig að þau dragi í sig örlítinn ilm. Góð leið til að nýta síðustu dropana af ilmvatni sem leynist á botni glassins er að hella því út í lyktarlaust body lotion og gefa því þannig ilm.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -