Við Kjóahraun 14 í Hafnarfirði stendur fallegt bárujárnsklætt timburhús með gluggum í frönskum stíl, heitum potti, grillhúsi og sánabaði.
Húsið sem er 172,5 fermetrar hefur fengið gott viðhald og lóð einnig snyrtileg.
Lind fasteignasala hefur eignina á söluskrá.
Húsið er á tveimur hæðum en á neðri hæð hússins er forstofa, salerni, eitt herbergi, stofa, eldhús, þvottahús og bílskúr.
Eldhúsið er bjart með sex brennara gaseldavél, hvítri innréttingu og eyju. Borð- og geymslupláss eldhúss er því mikið.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2021/12/hraun2.jpg)
Úr eldhúsi er gengið út á sólpall sem er hinn glæsilegasti.
Garðurinn er skjólgóður með heitum potti og grillhúsi sem má svo sannarlega flokka undir ákveðinn lúxus.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2021/12/hraun4.jpg)
Möguleiki er á að bæta við auka herbergi á efri hæð en er hluti hússins undir súð og því stærra en fermetrafjöldi segir til um.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2021/12/hraun5.jpg)
Allar frekari upplýsingar má nálgast á vef fasteignasölunnar.