Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

„Maggý, þú getur aldrei gert neitt rétt, ekki einu sinni eignast barn eins og aðrir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maggý Mýrdal, myndlistarkona og jógakennari, hefur þurft að takast á við ýmsa erfiðleika í lífinu. Nítján ára eignaðist hún dóttur þremur mánuðum fyrir tímann og barninu var ekki hugað líf, en náði fullri heilsu og þroska. Eftir áralangt ofbeldissamband hitti Maggý manninn í lífi sínu, Magnús Ver Magnússon kraftlyftingamann, og smátt og smátt tókst henni að byggja sig upp, ná tökum á kvíða og sjálfsfyrirlitningu og læra að njóta sín eins og hún er. Í dag deilir hún reynslu sinni með öðrum í námskeiðunum manifest-jóga.

„Ég var með svo mikinn kvíða og svo hrædd þegar ég var ólétt að ég held stundum að ég hafi sett fæðinguna sjálf af stað og ég man þegar ég var að fæða hana að þá greip það mig að ég væri að verða mamma, ég var ekki búin að fatta þetta fyrr. Og þegar vinsæll barnalæknir kom hlaupandi inn í fæðingarstofuna til mín og gólaði að ég myndi annaðhvort fæða dáið barn eða fatlað, ég skyldi ekki eiga von á neinu öðru, man ég hvað ég varð hrædd og ég bað Guð alla nóttina að passa stelpuna mína,“ segir Maggý þegar hún lýsir fæðingu dóttur sinnar.

„Hún fæddist svo daginn eftir og var ekki nema fjórar merkur. Það hafði gleymst að koma með öndunarvél svo það var hlaupið með hana í burtu og við fengum ekkert að vita fyrr en eftir nokkra klukkutíma. Þegar ég loksins fékk að hitta hana, tengda við ótal snúrur, með súrefni í hitakassa, svo pínulitla og hráa, man ég alltaf hvað ég hugsaði; Maggý, þú getur aldrei gert neitt rétt, ekki einu sinni eignast barn eins og aðrir. Mér fannst ég svo vond að vera búin að gera litlu stelpunni minni þetta, að leggja þetta á hana. Ég fann svo til með henni og grét stanslaust. Þetta var erfitt fyrir nítján ára gamla stelpu.“

Gríptu spennandi Viku á næsta sölustað

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Í nýjasta tölublaði Vikunnar er einnig rætt við ljósmyndarann Hröfnu Jónu Ágústdóttur, sem fæddist í líkama stráks, en fann snemma að hún væri stelpa. Hrafna reyndi í mörg ár að laga sig að samfélaginu, en glímdi við áföll ofan á feluleikinn sem hún kljáðist við daglega.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands lamaðist í hestaslysi fyrir rúmum 13 árum og þá tók við nýr kafli í lífi hennar. Þuríður segir frá endurhæfingunni, baráttunni fyrir að komast á ný í samfélagið og forystuhlutverkinu.

- Auglýsing -

Lífsreynslusaga Vikunnar, Undir smásjánni, stjörnuspáin, og margt fleira spennandi er í Vikunni.

Myndir með forsíðuviðtali / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur fyrir YSL á Íslandi

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -