Málaði ójarðneskt landslag | Mannlíf

Vikan

30 nóvember 2018

Málaði ójarðneskt landslag

Á sjötta áratug síðustu aldar blómstraði listalíf New York-borgar og fram á sjónarsviðið stigu margir listamenn. Ein þeirra var Jane Wilson sem er einkum þekkt fyrir landslagsmyndir.

Flest hennar verk eru undir áhrifum abstrakt expressjónisma og hún tilheyrði hópi er útfærði þá hugmyndafræði sem þar býr að baki. Samkomustaður þeirra var hin fræga Cedar Tavern í New York og þar komu þau saman til að drekka, tala og deila hugmyndum.

Skemmtileg grein um Jane Wilson er í kökublaði Vikunnar.

Jane og samtíðakonur hennar voru frumkvöðlar og mörkuðu brautina. Fram að því hafði ekki mikið farið fyrir listakonum og verk þeirra ávallt minna metin að karla. Það varð því ákveðinn vendipunktur þegar Jane og nokkrar aðrar voru viðfangsefni stórrar greinar í tímaritinu LIFE árið 1957. Fyrirsögnin var Listakonur á uppleið eða Women Artists in Ascendance.

Hún flutti ásamt manni sínum til New York árið 1949. Jane hóf þegar að mála en til að sjá fyrir sér starfaði hún sem tískumódel. Mörgum þótti það fyrir neðan virðingu listamanns er tók sig alvarlega en Jane svaraði því ævinlega til að hún skildi sem listamaður þá tæknilegu sérfræðiþekkingu er þyrfti til að skapa fallegan hátískufatnað og það listfengi er lægi að baki hönnuninni. Hún gekk tískupallana fyrir marga þekktustu hönnuði þessa tíma en sat einnig fyrir í tískuþáttum fyrir Harper’s Bazaar og LIFE magazine.

Hún byrjaði að mála abstrakt verk, uppstillingar og landslagsmyndir. Þau hjónin voru í vináttu við Andy Warhol og hann réð hana til að mála af sér portrett og hann fékk hana einnig í mynd sína Screen Tests. Síðar vann hann verk „The 13 Most Beautiful Women“ og var Jane ein þeirra. Hún málaði hins vegar af honum myndina Andy and Lilacs.

Jane og samtíðakonur hennar voru frumkvöðlar og mörkuðu brautina.

Þótt landslagið hafi verið ráðandi í myndum hennar eru til eftir hana margar skemmtilegar myndir úr vinnustofunni, sjálfsmyndir og kyrralífsmyndir af götusenum á Manhattan eru einnig eftirtektarverðar og fallegar.

Hún leitaðist við að ná fram tilfinningu fyrir hinu víðfeðma í náttúrunni, fanga gegnsæa birtuna og samspil ljóss og skugga. Kyrrðin var henni einnig mikilvægt yrkisefni. Jane Wilson lést 13. janúar 2015 þá níræð að aldri. Eiginmaður hennar lifði hana en lést rétt rúmu ári síðar. Dóttir þeirra, Julia, er listfræðingur og stýrir The Keith Haring Foundation.

Skemmtileg grein um Jane Wilson er í kökublaði Vikunnar.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 22 tímum

Tók alveg á taugarnar

Sjáðu 4 myndir

Vikan

fyrir 5 dögum

Íslenskt, já takk!

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is