Laugardagur 11. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Matur sem kveikir blossann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ýmis matvæli stytta leiðina milli magans og hjartans.

Arineldur, kertaljós og ástríðufullur matur er hinn fullkomni forleikur á rómantísku kvöldi og gefur kitlandi og hlýja tilfinningu, ásamt því að koma ímyndunaraflinu af stað. Ýmis matvæli stytta leiðina milli magans og hjartans, ekki bara vegna innihaldsins heldur líka vegna þess hvernig þau líta út. Kannski er málið að afpanta tímann hjá kynlífsráðgjafanum og kíkja í búðina í staðinn!

Möndlur
Lyktin af möndlum er sögð hafa æsandi áhrif á konur sem útskýrir hvers vegna þær eru svo algengt innihaldsefni í sápum og kremum. Möndlur eru tákn fyrir ástríðu og frjósemi.

Aspas
Þetta magnaða grænmeti með þessu afgerandi bragði á sér langa sögu um að hafa örvandi áhrif og er sígilt hráefni í ástardrykki víða um heim. Áhrifin voru talin það sterk að á 19. öldinni var það siður í Frakklandi að láta síðustu máltíð brúðguma innihalda að minnsta kosti þrjá stilka af heitum aspas.

Avókadó
Talið er að avókadó eða lárpera búi yfir örvandi krafti og hjá þjóðflokknum Aztecs er hún kölluð „ahucati“ sem þýðir eista. Í kaþólsku sögðu prestarnir sóknarbörnum sínum að láta ekki undan avókadóinu!

Örvunaráhrif sellerís eru vel þekkt í Svíþjóð þar sem hinn frægi rithöfundur Hagdahl lýsti selleríi sem „auðveldum vekjara“.

Bananar
Þessi fallegi guli ávöxtur hefur ekki aðeins afar erótíska lögun heldur tengist hann líka erótískri orku. Frægt er þegar Eva skýldi sér á bak við banana þegar höggormurinn freistaði hennar. Bananar innihalda efni sem talin eru geta aukið kyngetu.

Gulrætur
Samkvæmt Forn-Grikkjum er hver tomma af gulrót rík af lostavekjandi efnum – svo miklum að þeir átu ræturnar, fræin og laufin áður en þeir tóku þátt í svallveislum.

- Auglýsing -

Sellerí
Örvunaráhrif sellerís eru vel þekkt í Svíþjóð þar sem hinn frægi rithöfundur Hagdahl lýsti selleríi sem „auðveldum vekjara“. Kramin sellerífræ eru sögð vera sérstaklega öflug og tilvalið að nota í brauð eða salatdressingar

Súkkulaði
Að öðrum mat ólöstuðum er súkkulaði konungur lostavekjandi matvæla og hefur verið notað til að vekja ástríðu víða um heim. Það hefur svo mikil áhrif á kynhvötina að það hefur verið bannað í sumum klaustrum. Hinn frægi kvennabósi Casanova var mikill súkkulaðifíkill og fékk sér alltaf tvö eða þrjú stykki áður en hann hitti ástkonur sínar.

Hindber og jarðarber – ásamt kampavíni
Fersk hindber og jarðarber eru öflugir lostavakar. Báðar tegundir bjóða ástina velkomna og mjög oft er vísað í þessi ber í erótískum bókmenntum. Ekki er verra að fá sér svolítið kampavín með en bara passlega lítið því ef viðkomandi verður drukkinn þá er allur sjarmi farinn. Súkkulaðihúðuð jarðarber og kampavínsdreitill – það gerist varla betra.

- Auglýsing -

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / NordicPhotos

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -