Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Með haustverk um helgar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fríið allt löngu búið. Vinna, skóli og allar tómstundir komnar á fullt. Hvergi finnst tími yfir daginn og áður en þú veist af er komin helgi. Ah, já … helgi. Loksins hægt að slaka á! Alveg þar til þú manst að það er komið haust. Sumarið er búið og afneitunin til einskis. Votviðrasami gálgafresturinn er hafinn og áður en þú veist af verður kominn vetur. Partíið er búið og nú þarf að laga til. Kristján Friðbertsson skrifar grein í nýjasta tölublað Vikunnar um haustverkin og hér grípum við örstutt niður í greinina sem enginn garðeigandi ætti að láta framhjá sér fara.

 

Það þarf nú ekki að ganga í öll verk strax. Svo er líka of gott veður til að fara ekki út að hjóla og í fjallgöngu, svo ekki sé minnst á berjamó. Nýta verður hvern góðviðrisdag, við búum nú einu sinni á Íslandi. En að því kemur að himnarnir gráta köldum, láréttum tárum. Þá er ekki eins gaman að fara út. Er þá ekki líka of leiðinlegt veður til að vera úti í garðinum að laga til? Hin árlega áþján hefur tekið yfir: þú ert með haustverk um helgar. Æ, ég græja þetta rétt bráðum. Afurðir sumarsins þarf að taka upp fyrir veturinn og borða, frysta, súrsa eða þurrka. Grænkál og fjólublátt brokkóli getur þó oft lifað ágætlega úti yfir veturinn og hið fjölæra, líkt og graslaukur, fær bara að vera áfram á sínum stað.

Ávaxtauppskeru er að mestu lokið, en séu eplin ekki alveg orðin þroskuð lætur maður þau hanga eins lengi og hægt er á trjánum, í von um fullan þroska. Epli þola almennt smávegis dýfu fyrir neðan frostmark. Aðrar leifar sumarsins mega alveg skýla fjölæringum, eða skella sér í partíið í safnkassanum. Allt sem hefur ummerki sýkingar skal þó fjarlægja sem fyrst. Slíkt fer aldrei í safnhaug og sé því komið við er best hreinlega að brenna það. Sýkt efni getur t.d. verið lauf með ummerki sveppasýkingar, eða greinar sýktra plantna.

Greinina í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Kaupa blað í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -