Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Meðan allt er á fullu er enginn tími til að líta inn á við

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í upphafi árs opnuðu listakonurnar Tinna Sverrisdóttir og Lára Rúnarsdóttir fyrsta súkkulaðisetur landsins.

Tildrög þess var djúp heilunarvinna sem Tinna sótti í kjölfar mikillar streitu og langvarandi álags. Hún segir mikilvægt að byggja sjálfsvirðingu sína upp innan frá í stað þess að hengja á hana einkunnir.

„Við sem Íslendingar þjáumst líklega meira en flestar þjóðir af ýktu vinnusiðferði og dugnaði. Við lifum hratt, borðum hratt, vinnum hratt, tölum hratt og svona mætti lengi telja. Sjálf tengi ég mjög vel við það og hef alltaf verið talin mjög “dugleg”. Ég lagði mikið upp úr því að standa mig vel í skóla, var virk í félagslífi, vann margskonar störf og lifði oft á tíðum í sjötta gír án þess að stoppa.”

„Ég eins og margir aðrir ætlaði að massa þetta líf, tikka í öll boxin, vera til fyrirmyndar og fylgja uppskriftinni.”

„Þannig óð ég í gegnum grunnskóla, menntaskóla og loks háskóla þar til lífið greip í taumana. Tuttugu og fimm ára og nýútskrifuð sem leikkona úr Listaháskóla Íslands stóð ég í fyrsta skipti frammi fyrir lífinu án þess að vera með stundaskrá í hendinni og krassa.”

„Á stuttum tíma greindist ég með vefjagigt, fékk blæðandi magasár og lenti í árekstri.”

„Nokkuð skýr merki um að lífið væri að reyna að hægja á mér en ég var orðin svo samdauna streitunni og álaginu að ég fann ekki einkennin fyrr en ég var bókstaflega kýld niður og stoppaði loks. Við tók ár af endurhæfingu þar sem ég fékk það verðuga verkefni að gera minna, að gera hlutina 60% en ekki 183%. Ég áttaði mig á því á þessu ári hversu sterkt ég hafði alltaf tengt sjálfsvirðinguna mína við það sem ég “afrekaði”, vann við eða gerði í lífinu og því var stærsta verkefnið mitt að byggja upp sjálfsvirðinguna mína innan frá í stað þess að hengja hana á einkunnir, árangur eða álit annarra. Ég fór í mjög djúpa heilunarvinnu á þessum tíma þar sem ég gerði upp kynferðisofbeldi, tókst á við meðvirknina mína, leitaði til heilara, sálfræðinga, galdrakerlinga og fleiri snillinga sem hjálpuðu mér að stíga aftur inn í styrkinn minn. Og einmitt þaðan fæðist ANDAGIFT, frá þeirri uppgötvun hjá sjálfri mér að það má slaka á. Það má gera minna. Það má fylgja innsæinu sínu frekar en norminu eða óskrifuðu reglunum. Það má dreyma og það má njóta.”

Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

Texti / Íris Hauksdóttir.
Mynd / Aldís Pálsdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -