Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, er gestaritstjóri septembertölublaðs bresku útgáfu tímaritsins Vogue. Þessu er sagt frá á vef BBC og á Instagram-síðu hertogahjónanna af Sussex.
Einblínt verður á kraftmiklar konur í blaðinu en 15 konur prýða forsíðu blaðsins. Í hópnum fjölbeytta eru til dæmis sænski umhverfissinninn Greta Thunberg, fyrirsætan Christy Turlington, boxarinn Ramla Ali og leikkonan Jameela Jamil svo nokkur dæmi séu tekin. Auða plássið á forsíðunni á svo á tákna spegil.
Það var Peter Lindbergh sem tók myndirnar á forsíðu.
Í blaðinu verður einnig að finna viðtal við fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, sem Meghan tók.
Haft er eftir Meghan að hún voni að blaðið muni veita fólki innblástur.
Þess má geta að Edward Enninful er ritstjóri breska Vogue, hann er þekktur fyrir að fara óhefðbundnar leiðir.