Sunnudagur 22. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Metfjöldi leitar sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í sumar var meira að gera hjá okkur en við áttum von á. Covid kom þarna inn í strax í maí. Þá fór að verða mikið að gera en síðan sprakk allt í júní og við sáum tölur sem við höfum ekki séð í neinum mánuði áður. Það voru 107 sem komu til okkar,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur heimilisofbeldis, í samtali við Vísi. Ragna segist óttast að toppnum sé ekki náð en nú í ágústlok eru mál sem leitað hefur verið til Bjarkarhlíðar vegna á árinu orðin 534 en voru 565 allt árið í fyrra. „Þannig það lítur út fyrir ansi mikla fjölgun ef þetta heldur áfram með þessum hætti,“ segir Ragna.

Flestir sem koma í Bjarkarhlíð eru að leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis, yfir 80 prósent eru konur og um 20 prósent karlar. Ragna staðfestir að í mörgum tilfellum sé um alvarlegt líkamlegt ofbeldi að ræða en einnig hafi færst í vöxt að fólk leiti sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -