Breytingar á fæðingarblettum geta verið merki um illkynja þróun.
Flest erum við með fæðingarbletti einhvers staðar á líkama okkar. Sumum finnst þeir óþolandi lýti á meðan aðrir sjá þá sem hluta af sínum persónueinkennum. Það er mjög mikilvægt að vera með augun opin fyrir hvers lags breytingum á fæðingarblettum því það getur verið merki um illkynja þróun.
Allir ættu að framkvæma fæðingarblettaskoðun á sjálfum sér og sínum nánustu. Þá er gott að styðjast við þumalputtareglu húðsjúkdómasérfræðinga: ÓJLÞT-regluna.
Ó stendur fyrir ósamhverfa bletti á einni eða tveimur hæðum. Því ósamhverfari, því meiri hætta.
J stendur fyrir jaðar. Það er ekki góðs viti ef hann er óskýr og óreglulegur.
L stendur fyrir litbrigði. Eru margir litir í blettinum, þar á meðal brúnn, svartur, rauður, hvítleitur eða fjólublár? Það er frekar óheppilegt. Einlitir ljósir og jafnvel miðlungsbrúnir blettir eru hins vegar alla jafna í lagi.
Þ er fyrir þvermál. Fæðingarblettur sem mælist minna en hálfur sentimetri í þvermál er venjulega góðkynja. Ef hann er stærri en hálfur sentimetri og fer stækkandi er það ekki góðs viti.
T stendur fyrir tignarleika eða ris. Fæðingarblettur sem hefur alltaf verið tignarlegur, nabbalegur og hægt er að hreyfa fram og til baka er alla jafna góðkynja. Fæðingarbletti sem alltaf hafa verið sléttir en virðast svo verða þykkari eða nabbalegri með tímanum þarf að skoða hið fyrsta.
Texti / Hildur Friðriksdóttir