Föstudagur 20. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Millie Bobby Brown leikur litlu systur Sherlock Holmes

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Millie Bobby Brown, stjarnan úr sjónvarpsþáttunum Stranger Things, fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd frá Netflix sem heitir einfaldlega Enola Holmes, en Enola er litla systir hins fræga spæjara Sherlock Holmes, sem Henry Cavill leikur í myndinni.

Myndin byggir á sagnaflokki Nancy Springer um Enolu Holmes og handritið skrifar Jack Thorne. Leikstjóri er Harry Bradbeer og það er engin önnur en Helena Bonham Carter sem leikur móður systkinanna, Eudoriu Holmes.

Netflix sendi frá sér fyrstu stiklu myndarinnar á dögunum og hefur hún þegar vakið mikla athygli og spennu hjá Holmes-aðdáendum. Ekki eru þó allir jafn hrifnir því dánarbú Arthurs Conan Doyle hefur kært Netflix fyrir brot á höfundarrétti á þeim forsendum að Sherlock sé túlkaður sem tilfinningaríkur maður í myndinni en hann hafi ekki sýnt neinar tilfinningar fyrr en í tíu síðustu bókunum um hann sem dánarbúið á enn höfundarréttinn að. Málaferlinn eru ekki talin munu hafa áhrif á að myndin fari í sýningu og áætlaður útgáfudagur hennar á Netflix er 23. september.

Aðdáendur geta tekið forskot á sæluna með áhorfi á stikluna hér fyrir neðan.

 

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -