Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Mótlætið styrkti baráttuviljann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fannst ég mikill aumingi að svara aldrei fyrir mig“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í stjórnmálum, skarpa sýn og réttlætiskennd. Okkur lék forvitni á að vita hver bakgrunnur hennar væri og komumst fljótt að því að þarna fer kona sem fékk snemma á lífsleiðinni að kenna á mótlæti á eigin skinni.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingiskona segir sögu sína í 14. tölublaði Vikunnar.

„Við fluttumst til Mosfellsbæjar þegar ég var í sjöunda bekk og þar skánaði ástandið ekkert. Ég var vinafá og átti erfitt uppdráttar í gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. Mér var mikið strítt og sumir léku sér að því að þykjast vera vinir mínir til þess eins að geta niðurlægt mig á einn eða annan hátt. Sumarið fyrir níunda bekk tók ég svo þá glæfralegu ákvörðun að lita á mér hárið svart. Það var engin sérstök hugmyndafræði á bak við þetta hjá mér, Sunna vinkona mín mætti í „goth“-lúkkinu í heimsókn til mín einn daginn og mér fannst þetta bara rosalega töff. En þetta litaval var greinilega kornið sem fyllti mælinn hjá skólafélögum mínum sem virtust sameinast um að fyrirlíta mig og vilja gera mér lífið leitt. Fyrri önnin í níunda bekk fannst mér helvíti á jörðu, mér leið rosalega illa og framkoman við mig skildi eftir sig stór sár á sjálfsmyndinni,“ segir Þórhildur Sunna.

„Ég man eftir að hafa reglulega verið kölluð mansonisti, mansonari, djöfladýrkandi, dópisti og ýmislegt annað verra eins og tussa, hóra og tík. Ég man eftir viðstöðulausu áreiti og tilraunum til þess að plata mig til að segja eða gera eitthvað heimskulegt. Ég man að skólafélagar mínir áttu það til að henda í mig matarafgöngum í matsalnum. Þau voru mörg sem gerðu sér það að leik að reyna að fella mig á göngunum á efri hæðinni og ég man hvað ég var alltaf hrædd að ganga fram hjá þeim. Ég man sérstaklega vel eftir vanmættinum sem ég upplifði á hverjum einasta degi og hvað mér fannst ég mikill aumingi að svara aldrei fyrir mig.“

Ítarlegt viðtal er við Þórhildi Sunnu í 14. tölublaði Vikunnar, 2018, þar sem hún ræðir meðal annars um eineltið, áreitið og gamla lögmannahrúta á Alþingi.  

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -