Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

„Nokkrum númerum of flippaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásthildur Gunnarsdóttir starfar sem verkefnastjóri á stafrænu auglýsingastofunni SAHARA. Hún segir líf sitt einkennast af fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum en að fatastíllinn sé nokkuð stílhreinn.

„Ég er frekar gömul sál en bý yfir óbilandi áhuga á íþróttum. Ég er með sterka réttlætiskennd, mikla matarást, elska að syngja og hafa gaman en í mér blundar jafnframt nett fullkomnunarárátta,“ segir Ásthildur þegar hún er beðin um að lýsa sjálfri sér.

„Ég hrífst oftast af einföldum flíkum og er helst til of hrifin af svörtu þó að ég sé að vinna í að lífga upp á fataskápinn og velja bjartari liti. Ég nota oft yfirhafnir og kápur til þess að brjóta upp dökku litina en svo á ég reyndar líka mikið af líflegum kjólum sem ég tóna niður með einlitum jökkum.

Efst á óskalistanum er fallegt veski þar sem ég er sjálf ótrúlega léleg við að kaupa mér fylgihluti. Svo myndi ég ekki slá hendinni við öðrum fallegum kjól frá Yeoman. Ég á einmitt afmæli á næstunni og hver veit nema mér verði að ósk minni.“

Svo kaupi ég furðulega mikið af naglalakki miðað við hvað ég er löt við að nota það.

Aðspurð um furðulegustu kaupin nefnir Ásthildur svartan og gulan silkikjól. „Þetta voru jafnframt ein skemmtilegustu kaupin en kjólinn keypti mamma fyrir mig í versluninni Júníform en tilefnið var útskriftin mín úr BA-náminu. Ég horfði á kjólinn og hugsaði með mér að þessi væri nú nokkrum númerum of flippaður fyrir mig. Hvernig í ósköpunum myndi ég „púlla“ þessa liti. Hann reyndist svo eins og sérsniðinn á mig og kenndi mér að þora að vera smávegis öðruvísi. Að því sögðu finnst mér allra skemmtilegast að kaupa kjóla og aftur kjóla. Þar fyrir utan hef ég gaman af skókaupum og svo kaupi ég furðulega mikið af naglalakki miðað við hvað ég er löt við að nota það.“

„Flíkin sem hefur mesta tilfinningalega gildið fyrir mig er pels frá ömmu Ástu. Hún var kona með fallegan stíl og toppaði það með líflegum persónuleika. Pelsinn nota ég nánast bara við sérstök tilefni og þegar ég er í honum líður mér eins og hún sé aðeins nær mér.“
„Rauðu skórnir frá ömmu eru án efa minn eftirlætis fylgihluturinn.“
„Uppáhaldsflíkin mín er fjólublái Yeoman-kjóllinn sem ég fékk í jólagjöf frá Arnóri mínum um síðustu jól. Hann plataði mig í mátunarferð á aðventunni til að finna eitthvað sem mig langaði í. Ég mátaði örugglega hálfa búðina á meðan starfsfólkið bar í mig hvítvín og hrósaði dressinu og mér í bak og fyrir. Frábær upplifun!“
„Ég keypti mér á dögunum fallega kápu í Company‘s og kjól í H&M. Kjólar og kápur eru í miklu uppáhaldi og því var það borðleggjandi að bæta við í kápuflóruna svo ég ofnoti nú ekki þær yfirhafnir sem ég á, þá sérstaklega Birger et Mikkelsen-kápuna góðu. Svo langaði mig til að kanna hvernig ökklasíðir kjólar færu mér, en það er mikið um þá þessa dagana og þessi reyndist virka vel fyrir mig.“

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -