Sunnudagur 22. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Nýttu tímann í COVID-einangruninni í að núllstilla sig – „Við gerðum þennan tíma að gleðistund“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Guðný Hrönn

„Ég óska engum þess að veikjast en ef þú ert skikkaður í einangrun eða sóttkví hvet ég þig til þess að nýta tímann til góðs og æfa þig í þakklætinu alla daga,“ skrifar Aðalheiður Jensen meðal annars í færslu á Facebook en hún og kærasti hennar, Tryggvi Viðarsson, veiktust af COVID-19 og tóku strax ákvörðun um að nýta tímann í einangruninni vel.

„Við nýttum tímann í mikinn lærdóm, fórum á online-námskeið og vorum í bæði líkamlegri og andlegri vinnu. Við byrjuðum flesta daga á öndunaræfingum og að koma okkur í sefkerfið (parasympathetic). Við borðuðum litríkan og fallegan mat og stunduðum líkamsrækt, hugleiðslu og slökun. Við bjuggum okkur í rauninni bara til umgjörð sem er heilandi. Við gerðum þennan tíma að gleðistund,“ segir Aðalheiður í samtali við Vikuna.

Aðalheiður tekur fram að þau Tryggvi hafi ekki orðið mikið veik. „Við fundum fyrir einhverjum smávegis einkennum í tvo til þrjá daga. Þetta var það lítið að ef við hefðum ekki vitað að við værum með COVID hefðum við gert alla þá hluti sem við erum vön að gera.“

„Ótti er það versta þegar þú ert veikur…“

Aðalheiður er þjálfari hjá Primal Iceland og jógakennari fyrir börn. Hún segir þann bakgrunn hafa hjálpað við að tileinka sér þetta viðhorf, að sjá tækifærin sem felast í því að vera í einangrun í tvær vikur. „Við erum bæði mjög meðvituð um líkamlega og andlega heilsu og það hjálpar klárlega. Við vitum hvað virkar. Ótti er það versta þegar þú ert veikur, ótti veldur streitu sem dregur athyglina út á við í „fight and  flight“-ástand. Þegar við erum veik viljum við beina orkunni inn á við að ónæmiskerfi líkamans með því að vera í „rest and digest“ eða „parasympathetic“-taugakerfinu. Það er alls ekki jákvætt að liggja bara upp í sófa og borða nammi og horfa á fréttir, það mun ekki hjálpa þér að ná bata,“ útskýrir Aðalheiður.

Hún bætir við: „Við vissum að við yrðum saman í einangrun í tvær vikur og fórum strax að hugsa hvað við gætum gert til að gera þann tíma gleðilegan og uppbyggilegan fyrir okkur. Og það tókst, við höfum lært helling um heilsu og heilbrigði, hafa gaman og hlæja. Það skemmir ekki fyrir að við eigum sömu áhugamál og elskum að vera saman.“

- Auglýsing -

Bara jákvætt sjónvarpsefni

Aðalheiður segir að þau hafi þá vandað valið þegar kom að sjónvarpsefni sem þau horfðu á í einangruninni. „Við horfðum bara á það sem er jákvætt og skemmtilegt. Við kveiktum ekki á fréttum og báðum fólk um að hlífa okkur við öllum hryllingssögum, fólk vill oft fara í þann pakka.“

Aðalheiður hefur undanfarið skrifað færslur á Facebook þar sem hún hvetur fólk sem þarf að fara í einangrun eða sóttkví að nýta tímann í að endurskoða lífsstílinn. „Ég hvet fólk til að líta á einangrunina sem tækifæri.“

„Þetta minnir mann á hvað það er mikilvægt að skapa sér líf án óþarfa streitu.“

- Auglýsing -

Aðalheiður segir að hún sjálf hafi upplifað nýja líðan á undanförnum tveimur vikum. „Í þessar tvær vikur hef ég farið algjörlega slök upp í rúm á kvöldin, af því að ég veit að ég er ekki að fara að gera neitt næsta dag, fyrir utan að sinna andlegri og líkamlegri heilsu heima hjá mér. Og mig dreymir alveg svakalega mikið sem þýðir að ég er í miklum djúpsvefni. Þetta finnst mér merkilegt að upplifa, þetta minnir mann á hvað það er mikilvægt að skapa sér líf án óþarfa streitu. Við þurfum líka að læra að þekkja hvenær við erum að detta inn í streituástand og hafa tæki og tól til að koma sér út úr því.“

Aðalheiður og Tryggvi klára tveggja vikna einangrunina á morgun. „Við höfum ekki einu sinni farið út í garð, en þetta hefur ekki truflað mig á neinn hátt. Þetta hefur bara verið bjútífúl.“

Aðalheiður tekur fram að hún muni byrja að bjóða upp á einkatíma í Primal Iceland, frá og með fimmtudeginum. Þá mun hún einnig bjóða upp á einkatíma og ráðgjöf í gegnum Zoom. „Fyrir fólk sem er fast í sóttkví eða einangrun, bæði fjölskyldur og einstaklinga. Þannig að ef þú vilt fá leiðsögn um öndun, teygjur, styrktaræfingar eða annars konar ráðgjöf tengdri líkamlegri og andlegri heilsu þá endilega hafðu samband á [email protected] eða í síma 8632290.”

Eins og flestir vita þá erum við kæró Tryggvi Vidarsson í einangrun vegna Covid. Við erum við hesta heilsu og samveran…

Posted by Aðalheiður Jensen on Mánudagur, 28. september 2020

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -