Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Ofurfínt hús skapar ekki hamingjusamt heimili

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eva Laufey Hermannsdóttir Kjaran er fyrir löngu orðin þjóðþekkt en hún haslaði sér fyrst völl sem ástríðubakari.

Fimm árum síðar hefur hún gefið út tvær matreiðslubækur og tíunda sjónvarpsþáttaröðin nú þegar í pípunum. Hún segir það sjálfskipaða kröfu að vilja vera fullkomin öllum stundum.

„Ég er langt frá því að vera fullkomin en ég viðurkenni að áður en ég eignaðist seinni dóttur okkar leið mér oft eins og ég væri hamstur á hjóli. Ég veit hreint út sagt ekki hvað gerðist en ég róaðist mjög mikið. Eftir að hafa verið stanslaust á út opnu, í vinnu, að klára BS í viðskiptafræði, mæta í ræktina, vera dugleg mamma og góð eiginkona, passa að elda alltaf góðan mat og halda heimilinu í standi. Með öðrum orðum, reyna að vera fullkominn öllum stundum. Vera alltaf á trilljón en á sama tíma alltaf að biða eftir því sem gerist næst, að njóta ekki þess að vera á staðnum með fólkinu mínu, róleg í eigin skinni.

„Mér fannst ég of oft vera alveg við það að bræða úr mér en í raun var ég bara í keppni við sjálfa mig.”

Satt best að segja veit ég ekki hvað gerðist en dag einn fór ég að hugsa um þetta. Ætli það hafi ekki verið þegar ég sat með eldri stelpu minni inn í herberginu hennar í staðinn fyrir að leika við hana þá nýtti ég frekar tímann til þess að taka til en að leika við hana, sem er auðvitað alveg þveröfugt við það sem maður ætti að gera. Maðurinn minn hefur hjálpað heilmikið til við að róa mig í þessum efnum. Hann segir að þegar ég verð eldri að þá muni ég ekki hugsa til þess hversu hrein herbergin hafi verið heldur frekar hugsa til stundanna saman með stelpunum. Ofurfínt hús er ekki það sem skapar hamingjusamt heimili og það gildir í öllu.

„Ætli ég hafi ekki bara sætt mig við það að vera alls ekki fullkomin og með því móti hafi allt róast.”

Svo lengi sem ég sinni því sem ég geri vel og fólki mitt finni að ég elski það heitt, þá skiptir annað engu máli þó svo að heimilið eða annað bíði. Það má strauja eða bóna gólfið seinna. Í dag gæti ég ekki verið þakklátari því ég veit að það eina sem skiptir máli er dagurinn í dag. Ég er satt best að segja svo dauðfegin að vera ekki eins stressuð og ég var um að allt yrði að vera tipp topp öllum stundum en þvílíkur léttir að vera laus við þá kvöð. Ég er farin að taka miklu betur eftir öllum hlutum og hugsa á hverju kvöldi um eitthvað þrennt sem veitti mér mikla ánægju yfir daginn. Þetta hef ég látið heimilisfólkið mitt gera sömuleiðis og ég trúi því að með þessum hætti komi maður í veg fyrir að hugsa um eitthvað neikvætt sem átti sér stað eða í besta falli minni mann á hvað lífið er skemmtilegt.”

Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

Texti / Íris Hauksdóttir

- Auglýsing -

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Förðun / Björg Alfreðsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -