Ég hef verið næm frá því ég man eftir mér og mér lærðist snemma að taka mark á hugboðum mínum. Þessi hæfileiki hefur margoft komið sér vel og ekki síst eftir að mamma dó og ef ég hefði ekki verið búin að gera sérstakar ráðstafanir hefði systir mín án efa rænt verðmætum úr dánarbúinu.
Við erum þrjú systkinin, ég er elst, svo kemur bróðir, búsettur í útlöndum, og yngst er systir sem er því miður óheiðarleg á ýmsan hátt, að öllum líkindum siðblind en mér þykir nú samt mjög vænt um hana þótt ég gæti mín á henni. Mamma vissi nákvæmlega hvernig hún var en leyfði henni samt að plata sig upp úr skónum af og til.
Skömmu fyrir dauða sinn bað mamma mig um að passa vel upp á að reyturnar hennar skiptust jafnt á milli okkar. Ég lofaði því og vissi að hún hafði áhyggjur af systur minni sem hefði ekki hikað við að stela dýrmætum ef hún gæti. Ég lét skipta um skrá á íbúð mömmu þegar ljóst var að hún kæmi ekkert heim af sjúkrahúsinu og lét systkini mín vita af því.
Nokkrum dögum eftir skráarskiptin á bústaðnum hringdi systir mín og sagðist ekki komast þangað inn. „Hvaða erindi átt þú þangað?“ spurði ég rólega.
Lífsreynslusöguna má lesa í heild í nýjasta tölublaði Vikunnar.