Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Opinbera sjálfa mig heilmikið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ein áhugaverðasta bók síðasta árs er án efa Óstýriláta mamma mín … og ég eftir Sæunni Kjartansdóttur. Þar rekur Sæunn sögu móður sinnar, Ástu Bjarnadóttur, og skoðar lífsferil hennar út frá kenningum sálgreiningarinnar.

Eitt af því mest sláandi í sögu Sæunnar er hversu mikla ábyrgð hún tók á lífi móður sinnar eftir að faðir hennar dó þegar hún var sex ára gömul. Það finnst lesandanum alveg svakalegt.

„Já, það er svakalegt,“ samþykkir Sæunn. „En ég áttaði mig auðvitað ekkert á því á þeim tíma og mamma ekki heldur. Henni fannst ég bara einstaklega gott barn. Þegar pabbi dó var yngsta systir mín bara þriggja ára og eldri systurnar orðnar unglingar og farnar að losa landfestar þannig að ég fór að taka ábyrgð sem var auðvitað engan veginn mín að taka. Sú reynsla mótaði mig mikið sem karakter.“

Óstýriláta mamma mín … og ég eftir Sæunni Kjartansdóttur.

Alkóhólismi hvorki sjúkdómur né aumingjaskapur

Í bókinni kemur fram að Sæunn er ekki sammála þeirri skilgreiningu að alkóhólismi sé sjúkdómur, hún segist telja að hann stafi af margbrotnum undirliggjandi ástæðum.

„Við mamma deildum um þetta því að fyrir hana var svo mikil frelsun að heyra að drykkjan væri sjúkdómur…“

„Ég skrifa alveg undir að það er sjúklegt ástand þegar fólk veldur sjálfu sér og öðrum óhamingju með neyslu áfengis,“ útskýrir hún. „En ekki að þetta sé sjúkdómur sem fólk fær fyrir einhverja tilviljun. Rétt eins og krabbamein orsakast af samspili erfða, umhverfis og lífsstíls þá held ég að alkóhólismi sé tilkominn af mörgum og ólíkum ástæðum og að misnotkun vímuefna sé alltaf viðbrögð við einhverju. Við mamma deildum um þetta því að fyrir hana var svo mikil frelsun að heyra að drykkjan væri sjúkdómur en stafaði ekki af því að hún væri lélegur karakter. Þannig var þessu lengi vel stillt upp; annaðhvort varstu aumingi eða með sjúkdóm. Ég held að hvorugt sé rétt eins og ég fer aðeins út í í bókinni.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Sæunni í heild sinni í nýjustu Vikunni.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -