Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Ótakmarkað geymsluþol sé hún vökvuð með áfengi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nanna Rögnvaldardóttir matreiðslubókahöfundur og matargúrú er í kökublaði Vikunnar að þessu sinni. Hún bakar tilviljanakennda ávaxtaköku sem enginn borðar nema hún sjálf.

„Ég valdi þessa af því að ég held upp á hana og af því að hún er svo tilvalin til að nýta ýmislegt sem safnast upp; afganga úr pokum með þurrkuðum ávöxtum og hnetum, eitt og annað sem maður hefur keypt og gleymt að nota,“ segir Nanna, spurð nánar út í kökuna. „Og svo auðvitað af því að hún er rækilega vökvuð með áfengi og hefur næstum ótakmarkað geymsluþol, geymist til þarnæstu jóla ef því er að skipta. Og það er sama með áfengið, það er hægt að nota ýmislegt sem maður hefur gleymt að drekka. Ég hef t.d. notað brúnt romm, Calvados, púrtvín, sérrí, írskt viskí og já, núna notaði ég sjö stjörnu Metaxa sem ég fann innst í barskápnum og fékk bágt fyrir hjá fjölskyldumeðlimum sem kunna að meta Metaxa en borða ekki ávaxtaköku. En það má alveg nota t.d. eplasafa, geymsluþolið verður bara minna.“

Eru einhverjar sérstakar kökur alltaf í boði hjá fjölskyldunni um jólin? „Ávaxtakakan, sem enginn vill nema ég en það er ágætt því þá sit ég að henni ein,“ svarar Nanna og kímir. „Jóladrumbur (buche de noel), skreyttur með Mjallhvíti og dvergunum átta. Gamaldags íslensk vínarterta með krydduðu sveskjumauki. Heslihnetukökur með núggati, kókosmjölskökur, buffhamarskökurnar hennar Valgerðar langömmu. En ég veit ekki hvort ég baka neitt í ár nema ávaxtakökuna því að ég verð ekki með boð fyrir jólin eins og ég hef haft áratugum saman. Börnin mín halda sín jól með fjölskyldum sínum. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég geri og liggur ekkert á að ákveða það,“segir Nanna en fleira um plön hennar og venjur um hátíðarnar er að finna í kökublaði Vikunnar sem er á öllum sölustöðum núna.
Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -