Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Óttaðist um líf dóttur sinnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir eignaðist dóttur á dögunum og greindi frá gleðifregnunum á samfélagsmiðlum. Fæðingin sjálf gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Hún var löng og erfið og Annie missti meira en tvo lítra af blóði. Sjálf segir Annie að fæðingin sé með því erfiðara sem hún hafi upplifað á ævinni.

Fjórir heilbrigðisstarfsmenn héldu Annie á meðan hún rembdist í fæðingunni og það tók hana hvorki meira né minna en fimm tilraunir með aðstoð sogklukku til að koma barninu í heiminn. Frederik, unnisti Annie, greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði ósjaldan séð Annie sýna styrk, eins og á CrossFit-heimsleikunum þar sem hún hefur náð langt í gegnum tíðina, en hann ætti ekki orð yfir styrkinn Annie sem sýndi þegar hún fæddi barn þeirra. Ekkert toppaði það.

Sjálf segir Annie að fyrstu mínúturnar eftir að dóttirin fæddist hafi barnið ekki gefið frá sér eitt einasta hljóð. Það hafi verið erfiðustu mínútur sem hún hafi upplifað. Svo allt í einu hafi heyrst rosalegur grátur og þá hafi hún varpað öndinni léttar. Dóttirin var 3.904 grömm þegar hún fæddist og 54 sentímetrar og er alheilbrigð að sögn Annie. „Hún var stór og sterk þegar hún fæddist og var komin yfir fæðingarþynd á innan við viku. Þannig að hún dafnar mjög vel og er heilbrigð og fullkomin og bara alveg yndisleg í alla staði.“

Lestu viðtalið við Annie í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -