Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
0.9 C
Reykjavik

PRADA: Hver er konan á bakvið merkið?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allflestar konur þekkja nafnið Prada enda eitt frægasta tískuvörumerki heims síðastliðna áratugi. En hvað vitum við um konuna á bak við merkið?

Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Miucciu Prada sjálfa sem er ein áhrifamesta og ríkasta kona heims.

Lúxusvörumerkið Prada getur þakkað Miucciu Prada, barnabarni Mario Prada, fyrir velgengnina síðustu áratugi.

Sérstakur bakgrunnur Flestir fatahönnuðir hafa verið viðloðandi bransann alveg frá byrjun og lifa og hrærast í heimi hönnunar. Bakgrunnur Miucciu er hins vegar töluvert sérstakur en áður en hún tók við fjölskyldufyrirtækinu árið 1978 útskrifaðist hún úr stjórnmálafræði og varði fimm árum við látbragðsleik.

Lúxusvörumerkið Prada getur þakkað Miucciu Prada, barnabarni Mario Prada, fyrir velgengnina síðustu áratugi. Ítalska vörumerkið var stofnað árið 1913 og hóf framleiðslu á gæðaleðurtöskum sem halda áfram að vera aðalsmerki þeirra í dag.

Það var hins vegar Miuccia sem kom með fyrstu Ready-to-Wear-fatalínuna á markað á tíunda áratugnum en í dag selur Prada fylgihluti, fatnað og ilmvötn.

Vörumerkið Prada er þekkt fyrir látlausan elegans og stór eða áberandi lógó eru sjaldséð á töskum þeirra. Hönnunarvörur þeirra eiga að vera auðþekktar innan „innsta hrings“.

Miuccia er loksins búin að taka það í sátt að vera femínisti sem vinnur í tískuheiminum. Í viðtali við Newsweek sagði hún að vegna þess að hún væri femínisti þá hefði hún lengi vel hatað hugmyndina að vinna við tísku og að einungis nýlega hefði hún sæst við hugmyndina og hætt að líða illa yfir því. „Ég áttaði mig á því að margt mjög klárt fólk ber mikla virðingu fyrir tísku og ég hef nýtt mér tískuhönnunina til þess að kanna heima arkitektúrs, lista og kvikmynda.“

„Ég áttaði mig á því að margt klárt fólk ber virðingu fyrir tísku og ég hef nýtt mér tískuhönnunina til þess að kanna heima lista og kvikmynda.“

- Auglýsing -

 

Kvikmyndin The Devil Wears Prada fjallar um reynslu aðstoðarkonu sem á að vera byggð á persónu bandaríska ritstjóra Vogue, Önnu Wintour. Þrátt fyrir að Önnu sé ekkert sérstaklega hlýlega lýst í myndinni góðu brást hún alls ekki illa við kvikmyndinni og mætti meira að segja á frumsýninguna í New York – að sjálfsögðu klædd Prada frá toppi til táar.

Gift fræmkvæmdastjóranum

- Auglýsing -

Miuccia er gift viðskiptafélaga sínum en stuttu eftir að hún fór að vinna fyrir fjölskyldufyrirtækið kynntist hún Patrizio Bertelli sem síðar varð framkvæmdastjóri Prada. Hún hefur sagt að hann sé drifkrafturinn á bak við vinnu hennar og gefur honum kreditið fyrir að gera fyrirtækið að því margmilljarða veldi sem það er í dag. Hjónin eru þó þekkt fyrir það að lenda í heiftarlegum rifrildum. „Við vinnum mikið og leggjum hart að okkur og erum í ákaflega ástríðufullu sambandi, það getur verið mjög þreytandi að vinna fyrir hann. En ég dáist að honum og virði hann,“ sagði hún í viðtali við The Wall Street Journal.

Skemmtileg tíska Miuccia hefur sagst elska tísku en segir að hún eigi ekki að stjórna lífi fólks og vill ekki taka sig of hátíðlega. „Tíska er mjög fallegur hluti af lífi okkar en mér finnst að tíska eigi að vera skemmtileg.“

Prada segist geta réttlætt himinháa verðmiða varningsins frá vörumerkinu en hún segir að það kosti ekki bara mikið að framleiða varninginn frá þeim heldur kosti það einnig sitt að það sé gert við rétt skilyrði.

Vörumerkið Prada er þekkt fyrir látlausan elegans

Í viðtali „skammaði“ hún fólk á vinstri væng stjórnmálanna sem gagnrýna hættuleg og siðferðislega röng vinnuskilyrði en þykir demókratískara að klæðast ódýrum tískuflíkum. Þetta þyki henni hámark hræsninnar.

Ungdómsþráhyggja

Prada segir að nútímasamfélög séu haldin þráhyggju gagnvart ungdómnum en er sjálf of hrædd við að leiða byltingu breytinga í tískuheiminum.

„Hjá konum fylgir því mikið drama að eldast. Það vill enginn eldast en mér finnst að við ættum að finna lausn á því. Sérstaklega þar sem við lifum miklu lengur í dag,“ var haft eftir henni í viðtali.

Þegar hún var spurð af hverju hún notaði ekki eldri fyrirsætur öðru hvoru svaraði hún því að hún ynni í heimi auglýsinga en ekki í listrænum heimi og viðurkenndi að hún væri ekki nógu hugrökk til þess.

„Þeir sem eiga falleg hús og málverk en klæða sig illa skil ég ekki.“

Hún er þekkt fyrir að finnast minna alltaf meira og skilur ekki fólk sem er illa klætt.

„Þeir sem eiga falleg hús og málverk en klæða sig illa skil ég ekki og heldur ekki konur sem sýna of mikið hold. Ég trúi því að því glennulegar sem konur klæðist, því minna kynlíf stundi þær.“

Höfundur / Helga Kristjáns
Myndir / Prada

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -