Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Ráð til að einfalda lífið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eflaust kannast margir hverjir við þá stöðu að finnast öðru hvoru eins og veruleikinn sé yfirþyrmandi, allt of mikið að gera og álag sé ástand sem komið sé til að vera. Í stað þess að sætta sig við það og leita á náðir hrukkukrema og orkudrykkja er ekki úr vegi að byrja á því að líta aðeins inn á við. Það er ótrúlegt hvað smávægilegar breytingar á hugarfari og venjum geta breytt miklu. Við tókum saman nokkur góð ráð sem eiga það sameiginlegt að gera lífið örlítið einfaldara.

Taktu til í lífinu

Losaðu þig við óþarfa drasl af heimili þínu og úr lífinu almennt. Hér er ekki aðeins átt við veraldlega hluti. Hugaðu að öllum þeim þáttum í lífi þínu sem valda á einhvern hátt streitu eða vanlíðan, því það er ekki síður mikilvægt að taka til á þeim sviðum. Við mælum með að taka tíma í smávegis sjálfskoðun og skrifa niður hver stærsti stressfaktorinn í þínu lífi er. Hvað er það sem þú vildir gera minna af og hvað viltu gera meira af?

Verslaðu meira á Netinu

Eftir langan vinnudag er búðarferð með þreytt og svöng börn í eftirdragi ekki tilhugsun sem heillar marga. Netverslun færist sífellt í aukana og nú eru komnir ýmsir möguleikar til að kaupa inn fyrir heimilið í gegnum veraldarvefinn og fá allt sent heim upp að dyrum. Fyrir þessa extra skipulögðu og framtakssömu er jafnvel ekki úr vegi að fara að huga að jólagjafainnkaupum.

- Auglýsing -

Settu takmörk

Þetta er þitt líf, þín hamingja, þínar ákvarðanir. Ertu í kringum fólk sem dregur þig niður á einhvern hátt? Finnst þér stundum eins og þú verðir að gera eitthvað eða fara eitthvað til að bregðast ekki einhverjum öðrum þrátt fyrir að þú vildir helst bara vera heima? Þegar þú tekur að þér aukavinnu sem krefst þess að vinna á kvöldin, ertu þá að fórna mikilvægum tíma með börnunum þínum? Leggjum okkur fram um að taka ákvarðanir sem koma sér best fyrir okkur sjálf og okkar nánustu og forgangsröðum eftir því.

Hafðu alltaf eitthvað til að hlakka til

- Auglýsing -

Í amstri dagsins og hröðu samfélagi er auðvelt að festast í því mynstri að vera alltaf að flýta sér og sjá ekki fram á að geta nokkurn tíma slakað á. Það er gott að vera alltaf með eitthvert skemmtilegt skipulagt aðeins fram í tímann. Ferðalög, dekur, eða jafnvel bara kósíkvöld heima. Þannig veistu, að þrátt fyrir álagstíma og að bugast á köflum er aldrei of langt í gæðastundina þína.

Skrifaðu það niður

Í stað þess að reyna halda utan um allt sem tengist daglegu lífi í huganum, í sambandi við fundi, læknistíma, máltíðir, verkefni og hugmyndir, markmið og annað – skrifaðu það niður. Fjárfestu í fallegri dagbók eða náðu þér í skipulags „app“ í símann og komdu því inn í rútínuna að skrifa mikilvæga hluti niður jafnóðum. Með því hreinsarðu hugann og hefur betri yfirsýn yfir allt saman.

 Lifðu í núinu

Í stað þess að festast í eftirsjá yfir fortíðinni eða kvíða fyrir framtíðinni, hvernig væri að einbeita sér að því að lifa í núinu? Í stað þess að telja niður mínúturnar þar til er kominn háttatími, njótum þá þess að vera með börnunum. Í staðinn fyrir að flýta sér inn úr göngutúr þegar byrjar að rigna, leyfum þeim að hoppa í pollunum. Það er mikið frelsi sem fæst með því að hætta alltaf að vera að flýta sér.

Greinin birtist upphaflega í Vikunni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -