Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Ragnheiður missti móður sína úr hræðilegum sjúkdómi: „Já, ertu dóttir mín, þú ert falleg.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í raun er einnig ákveðinn vanskilningur eða skortur á viðurkenningu gagnvart þeirri sorg að missa frá sér einstakling í sjúkdóm eins og Alzheimer. Hann er jú lifandi þótt smátt og smátt hverfi minnið. Sumir breytast líka mikið,“ segir Ragnheiður Lárusdóttir, rithöfundur í viðtali við Vikuna, en hún sendi frá sér ljóðabókina 1900 og eitthvað og hlaut fyrir Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og tilnefningu til Maístjörnunnar .

„Hún hélt alltaf sínum persónuleika þótt hún myndi stundum ekki eftir mér. Ég sagði henni að ég væri dóttir hennar og hún svaraði glöð: „Já, ertu dóttir mín, þú ert falleg.“ Vinkona mín fékk akkúrat öfug viðbrögð frá móður sinni. „Ertu dóttir mín, þú ert ekkert sérlega falleg.“ Það er öllu verra,“ þetta útskýri Ragnheiður í samtali við Steingerði blaðamann Vikunnar.

Ragnheiður er fædd í Reykjavík árið 1961 en ólst upp að mestu í Önundarfirði þar sem faðir hennar var prestur og móðirin hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni á Flateyri. Fyrri bók hennar var endurlit til þeirra tíma, æskunnar þegar ekki var sjónvarp á fimmtudögum og hvorki farsímar né skjáir trufluðu vitund barna. Í bók hennar Glerflísaklið er hún hún á persónulegu nótunum og nálægt þeirri manneskju sem hún er í dag. Þar er brugðið upp myndum af tveimur konum, móðurinni sem er að hverfa í svarthol Alzheimer-sjúkdómsins og dótturinnar sem er að ganga í gegnum skilnað.

Í bók hennar Glerflísakliður byggja persónurnar á raunverulegum samskiptum.

„Samtölin eru sum mjög nákvæm. Móðir mín dó fyrir þremur árum og var þá orðin mjög veik af Alzheimer. Hætt að geta talað almennilega undir það síðasta. Ég fann fyrir að sorgin vegna skilnaðarins var ekki viðurkennd í samfélaginu. Maðurinn var ekki dáinn og ekki móðir mín heldur. Þetta var ansi mikið að takast á við allt á sama tíma, að þurfa auk þess að selja heimilið og byrja upp á nýtt. Ég mætti í vinnuna daginn eftir að hann labbaði út. Vinkona mín og samstarfskona spurði mig hvort ég væri veik. Ég svaraði: „Nei, ég er ekki veik. Maðurinn minn til þrjátíu og sex ára gekk út í gær.“ Þá áttaði ég mig á að þetta væri nokkuð mikið.“

Í raun er einnig ákveðinn vanskilningur eða skortur á viðurkenningu gagnvart þeirri sorg að missa frá sér einstakling í sjúkdóm eins og Alzheimer. Hann er jú lifandi þótt smátt og smátt hverfi minnið. Sumir breytast líka mikið.

- Auglýsing -

Blaðamaður spyr hvort að Ragnheiður sé að nota skrifin til að kryfja þetta tímabil eða gera það upp?

„Já, það má alveg segja það. Þetta eru allt ný ljóð og ekki meðvitað að ég væri að nota þau sem þerapíu fyrir sjálfa mig en þau gögnuðust samt þannig. Þegar ég var komin af stað með þetta fór ég líka að hugsa um að þetta gæti nýst einhverjum öðrum í svipuðum aðstæðum. Hjónaskilnaðir eru auðvitað mjög algengir og tíðni Alzheimers er að aukast jafnframt því að þjóðin eldist.“

Ragnheiður segir svo að lokum varðandi næstu skref hennar í skrifum. „Ég hef ekki skrifað skáldsögu og ég hef reynt að skrifa smásögur en finnst það ekki alveg mitt form enn þá. Ég er hins vegar með þriðja ljóðahandritið í smíðum. Annars verður þetta bara að koma í ljós. Þetta kemur svona í höfuðið á mér og er þar að veltast þar til ég skrifa það niður. Það hefur alltaf verið þannig. Þetta leitar á mig þar til ég verð bara að setjast niður og skrifa. En ég gerði það ekki í mörg ár þannig að margt fór bara forgörðum.“

- Auglýsing -

 

Heimild:

Steingerður Steinarsdóttir. 2021. Sorg sem er ekki viðurkennd. Vikan

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -