Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

„Reglur varðandi klæðaburð eru orðnar barn síns tíma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Má fimmtug kona mæta í veislu í blúndukorseletti? Má sextug kona vera í stuttu pilsi? Verða konur að láta klippa sig stutt þegar þær eru komnar á vissan aldur?

Til skamms tíma voru konum sett ákveðin mörk um klæðnað og útlit eftir að ákveðnum aldri var náð og það vakti hneykslun umhverfisins, með tilheyrandi augnagotum og umtali, ef þær fylgdu ekki reglunum, en samkvæmt einum fremsta tískusérfræðingi landsins er það liðin tíð að konum séu sett slík mörk.

Okkur á Vikunni lék forvitni á að vita hvort reglur um mismunandi klæðaburð eftir aldri væru enn í heiðri hafðar innan tískuheimsins og spurðum því Álfrúnu Pálsdóttur, fyrrverandi ritstjóra íslenska Glamours, hver staðan væri í þessu máli í raun og veru. Hún vill ekki meina að þessar reglur séu enn í gildi.

„Reglur varðandi klæðaburð eru orðnar barn síns tíma,“ segir Álfrún.

„Listar yfir verst klæddu konur rauða dregilsins eru til dæmis að deyja út.“

„Það er hluti af réttindabaráttu kvenna í rauninni – að við megum klæðast því sem við viljum þegar við viljum.“ Engu að síður eru konur enn dæmdar fyrir klæðaburð sinn, meðal annars í fjölmiðlum. „En sem betur fer eru gagnrýnisraddir sem fordæma svoleiðis „fréttaflutning“ alltaf að verða hærri og hærri,“ segir Álfrún.

„Listar yfir verst klæddu konur rauða dregilsins eru til dæmis að deyja út – það þykir ekki við hæfi lengur.“

Meðal þeirra reglna sem hafa þótt góðar og gildar fram að þessu er til dæmis að konur megi ekki klæðast stuttum pilsum eftir fertugt, ekki vera með sítt, slegið hár og ekki sýna of mikið hold, er það liðin tíð að mati Álfrúnar?

- Auglýsing -

„Já, það er aldeilis liðin tíð,“ segir hún með áherslu. „Nú er reglan eiginlega sú að „ef þér líður vel í því – vertu þá í því.“ Fyrir marga skiptir klæðaburður máli fyrir sjálfsálitið og þá er gott að líða vel í því sem maður er í og „fíla sig“ sama hvað hver segir.“

Lestu viðtalið við Álfrúnu í heild sinni í 24. tölublaði Vikunnar.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

- Auglýsing -

Mynd / Unnur Magna

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -