Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Röddin vöðvi sálarinnar 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir Þóreyju Sigþórsdóttur

Í síðustu viku flutti ég  fyrirlestur „Röddin – Þarfasti þjónninn?” röddin sem atvinnutæki. Síðasta árið hafa mínir fyrirlestrar verið á netinu, út af svolitlu, þess vegna var það einstaklega ánægjulegt að hitta áheyrendur í eigin persónu.

Þessi fyrirlestur er í sérstöku uppáhaldi hjá mér þar sem ein mín helsta ástríða er að opna augu fólks fyrir því hversu mikið töfratæki röddin getur verið og  þjónað þér, hvort sem er í einkalífi eða starfi. Ekki má gleyma því að röddin er eitt öflugasta heilunartæki sem við höfum til að nýta okkur, alltaf.

Fyrirlesturinn fór fram í yndislegu umhverfi, á heilsustofnun þar sem áherslan er á heildræna heilsustyrkingu, bæði andlega og líkamlega. Áheyrendur mínir var starfsfólkið sem vinnur þar sitt góða starf, ýmist með viðskiptavini sína í meðferð sem kallar á náin samskipti eða það heldur fræðslufyrirlestra um sitt sérfag. Allt fært fagfólk á sínu sviði.

Þegar ég spurði hversu margir viðstaddir hefðu atvinnu af röddinni sinni réttu allir upp höndina. Þegar ég svo spurði hversu margir þjálfuðu röddina reglulega, var ein hendi á lofti.

Þetta er normið. Fólk er almennt mjög ómeðvitað um nauðsyn þess að þjálfa röddina og byggja hana upp þótt hún sé þeirra helsta atvinnutæki. Þá er ónefnt hvernig raddþjálfun getur bætt samskiptafærni okkar.

- Auglýsing -

Nú veistu af hverju ég er á „missjón” að breiða út boðskapinn! Þarna er þekkingargap!

Ég heyrði nýverið viðtal við einn helsta sérfræðing okkar á þessu sviði Dr. Valdísi Ingibjörgu Jónsdóttur, sérfræðings í rödd. Hún var að tala um nákvæmlega þetta. Fólk sem leigir út röddina sína, hefur atvinnu af henni, þjálfar ekki röddina sína. Það er ekki af því að þeir þurfi ekki á því að halda eða glími ekki við nein vandamál. Fólk fer bara ekki að hugsa um röddina sína fyrr en hún bilar og þá er stundum of seint í rassinn gripið. Jafnvel hefði skaðinn ekki orðið ef raddþjálfun og fræðsla um hana hefði átt sér stað.

Eins og Valdís segir, fólk kemur of seint í raddþjálfun. Flestir setja markið ekki hærra en geta „bara talað” þangað til þeir geta það ekki, þeir hafa misst röddina og þá leita þeir hjálpar.

- Auglýsing -

En röddin er eins og hver annar vöðvi, það þarf að þjálfa hana ef þú vilt að hún vinni fyrir þig.

Þú myndir aldrei fara af stað og hlaupa maraþon án þess að fræðast, undirbúa þig og þjálfa! Eða hvað? Myndir þú gera það?

Greinarhöfundur er fagstjóri í leiklist og rödd við Kvikmyndaskóla Íslands, leikkona, leikstjóri og félagskona í FKA

Þeir sem vilja kynna sér fyrirlesturinn betur og bóka hann eða námskeið geta haft samband við Þóreyju á netfanginu: [email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -