Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Rokkaraleg með nútímanlegu ívafi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ester Ýr Borg Jónsdóttir segir fullkomna svarta kápu vera efst á hennar óskalista en hún er sannfærð um að sú rétta bíði sín einhvers staðar þarna úti. Við fengum að skyggnast inn í fataskáp Esterar Ýrar þar sem kenndi ýmissa grasa.

„Hringarnir mínir hafa tilfinningalegasta gildið sem og flestallt skartið mitt.“

Ester lýsir sjálfri sér sem dundara sem elskar að verja tíma með sjálfri sér og gera eitthvað skapandi. „Mér finnst gaman að teikna og leika mér að taka myndir. Ég elska líka tónlist og finnst fátt skemmtilegra en að fara á góða tónleika. Ég er dýravinur og líður sjaldnast betur en þegar það eru dýr í kringum mig. Þessa dagana er ég mikið í andlegum pælingum, lærði nýverið reiki og stunda hugleiðslu. Næst á dagskrá verður að læra jóga.“

Aðspurð hvaðan Ester Ýr sæki innblástur nefnir hún fyrst Instagram. „Ég er með non binary-fatastíl svo ég skoða bæði flottar stelpur og stráka á Instagram og sæki innblástur frá þeim. Stíllinn minn er blanda af 70’s-90’s, svolítið rokkaralegt en með nútímalegu ívafi en ég er mjög hrifin af verslununum Zara og Mango. Mér finnst gaman að rölta milli second hand-verslana og finna einhverjar gersemar þar.

„Það er mjög erfitt að velja einn eftirlætishlut en ætli ég verði ekki að segja vestin mín og hattasafnið mitt.“

Ég elska að kaupa mér föt og vil helst fara í þau strax, einkum og sér í lagi elska ég frakka og kápur, helst einhverjar sem eru öðruvísi. Ég var að rölta um Köben nýverið og rakst á eina skemmtilega second hand-verslun þar sem ég fann sjúklega flotta 70’s-rúskinnskápu sem ég varð alveg ástfangin af en ég elska jafnframt allt sem er köflótt eða röndótt. Furðulegustu kaupin í fataskápnum mínum eru hins vegar svolítið skemmtilegur fjólublár og svartur jakki sem ég fann í Gyllta kettinum um daginn en hann er hannaður í kjólfatalegu sniði.“

„Ég fann svo sjúklega flotta hvíta silkiskyrtu í Zara þegar ég var í Köben sem er með pífum að framan og síðan fann ég alveg eins svarta í Zara í Noregi þannig ég keypti hana líka.“

Þegar talið berst að skylduflík í alla fataskápa vefst svarið ekki fyrir Ester Ýri. „Klárlega rúllukragabolur, þeir eru algjört „must“. Mér finnst hins vegar langleiðinlegast að máta buxur, ég get nefnilega vippað mér í flestar flíkur án þess að fara í mátunarklefann en þegar maður mátar buxur neyðist maður til að fara inn í klefa og þarf þar að auki að klæða sig úr skónum.“

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -