Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sagan um heilann og litríkara líf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Dr. Roxana Elena Cziker

Heiminn upplifum við á hverjum degi gegnum sjónina sem er eitt það verðmætasta sem við eigum. Venjulega erum við ekki mikið að velta því fyrir okkur hvernig veröldin birtist okkur því það gerist sjálfkrafa fyrir flest okkar þegar við opnum augun. Sjónin og sjónkerfið er mjög flókið fyrirbrigði sem á sér stað í heilanum. Þess vegna getur heilaskaði valdið því að heilinn vinni ekki rétt úr upplýsingunum og truflað sjónkerfið og þar með verða einfaldir hlutir eins og að rata um í stóru rými, lesa texta, bera kennsl á fólk og hluti og taka þátt í íþróttum og leikfimi orðið mikil áskorun.

Ástríða mín fyrir sjóninni og heilanum hófst í barnæsku í kringum fimm ára aldur því eins og öll börn á þeim aldri var ég upptekin af því að upplifa heiminn. Einn af mínum leikjum var að rannsaka leyndarmál augna og hvort dúkkurnar mínar gætu séð. Það sem byrjaði sem barnsleg forvitni hefur síðar breyst í alvarlegri rannsóknaráhugamál um sjónina og virkni heilans. Á þessum tíma sá ég ekki fyrir að æskuleikir mínir mundu móta líf mitt til frambúðar við að styðja börn með sjónskerðingu, námserfiðleika og heilaskaða.

Í meira en 20 ár hef ég byggt upp kennsluaðferðir sem henta þörfum barna með sjónúrvinnsluvöntun með því að setja mig í þeirra spor og reyna að skilja hvernig raunveruleikinn kemur þeim fyrir sjónir. Með því að klæðskerasauma eftir þörfum hvers og eins miðað við virkni heilans er mögulegt að setja saman sérsniðið starfrænt sjónúrvinnslu mat og æfingaáætlun sem auðvelda og henta betur til að skapa sjónræna upplifun. Aðferðafræði sem ég hef byggt upp hefur skipt máli í kennslu barna sem ég hef unnið með á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum.

Leiðin sem við göngum, skrifum, teiknum, berum kennsl á fólk, þekkjum mun á hlutum í nálægð og fjarlægð, sjáum hluti á hreyfingu, tökum saman þætti sem skapa heildarmynd og mörg önnur verkefni skilgreinir getu heilans til að safna réttum upplýsingum, sameina þær og gefa þeim rétta merkingu fyrir öruggara og sjálfstæðara líf.

Höfundur er framkvæmdastýra Vision2Brain ehf. og félagskona í FKA.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -