Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Sárkvalin skilaboðaskjóða: „Ég er lamaður fyrir neðan mitti, en get haft sáðlát“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mér líkar vel að vera einhleyp. Mér líkar líka vel þegar fólk sýnir frumkvæði og ég veit að það getur krafist hugrekkis að sýna það. En þegar frumkvæði verður eiginlega að áreiti og alls konar sem teljast verður óviðeigandi finnst mér nóg komið.

Ég prófaði Tinder einu sinni en á þeim tíma varð maður að skrá sig þar inn í gegnum Facebook svo það var tiltölulega auðvelt að leita mann uppi. Þeir voru þónokkrir sem fundu mig þar eftir að hafa séð mig á Tinder án þess að við hefðum „matchað“. Og skilaboðaskjóðan mín á Facebook fylltist fljótlega af alls konar skilaboðum; misgáfulegum og mishuggulegum, jafnvel svo svæsnum að skilaboðaskjóðuna verkjaði undan þeim.

Eftir að ég breytti hjúskaparstöðu minni í „gift“ á Facebook (smávegis saklaus lygi sem skaðar engan) fór ég loksins að fá frið fyrir körlum sem langaði að fá mig í rúmið. Ég held ég tali fyrir hönd meirihlutans þegar ég segist ekki fá neitt út úr því að sjá myndir af typpi, í reisn eður ei. Ég skil ekki af hverju karlmenn halda að slíkar myndasendingar séu sexí. Og kæru karlar, konur tala. Við vinkonurnar sýnum hver annarri þessar myndir og hlæjum og gerum bara grín að þeim. Því þetta getur verið ákaflega kjánalegt og hlægilegt.

Ég fór í gegnum skilaboðaskjóðuna mína á Facebook í morgun og það tók mig óratíma að vinsa úr öllum þessum skilaboðum sem ég hef fengið frá körlum héðan og þaðan af landinu en ég ákvað að birta nokkur „samtöl“ til að sýna hvurslags gullmolar þetta eru. Þetta er frá karlmönnum á öllum aldri, allt frá þrítugsaldri upp í sjötugsaldur, mönnum sem ég hef aldrei hitt, að mér vitandi, eða talað við áður en þeir sendu mér þessi skilaboð. Þeirra vegna hafa innsláttar- og stafsetningarvillur verið lagfærðar. Njótið lestursins!

Þessi maður, á miðjum aldri, byrjaði ekki einu sinni á því að heilsa heldur vatt sér beint að efninu:
Hann: „Alveg til í spjall við þig og sjáum hvað kemur út úr því. Held það gæti verið gaman en heyrumst.“
Ég: „Sæll. Má ég spyrja hvers vegna þú ákvaðst að senda mér þessi skilaboð. Spyr bara af því að við þekkjumst ekki neitt.“
Hann: „Sá þú single. Takk fyrir svarið en ok ef nei. En smáhittingur og hver veit nema athuga. Kannski bara gaman. Við þekkjumst ekki sem er bara betra. Ég góður maður og þú góð kona. Er hægt að hafa byrjunina betri? Er að vinna og heyrumst síðar.“

Marga langar í Netflix og kúr. Þar á meðal þennan:
Hann: „Hvað er verið að gera?“
Ég: „Bara taka því rólega fyrir framan sjónvarpið.“
Hann: „Ég er ekki að gera neitt. Langar svooooo að kúra.“
Ég: „Ég skil. Þetta er líka ekta svona kúruveður.“
Hann: „Ef maður ætti nú kúrudýr, óþekka stelpa.“

- Auglýsing -

Þessi gaur er einn af mínum „uppáhalds“ í skilaboðaskjóðunni á Facebook. Hann hafði uppi á mér eftir að ég ákvað að „matcha“ ekki við hann á Tinder og sendi mér því skilaboð á Messenger.
Hann: „Hvað ertu að gera?“
Ég: „Er í afmæli.“
Hann: „Viltu kíkja til mín eftir það? Stelpan mín er reyndar sofandi hérna heima.“
Ég: „Ég er ekki að leita að skyndikynnum, bara svo það sé á hreinu.“
Hann: „Hjúkket. Frábært. Sama hér.“
Smátími leið.
Hann: „Þannig að þú vilt örugglega ekki kíkja hingað í smákúr á eftir?“
Ég: „Nei.“
Hann: „OK.“
Næsta dag:
Hann: „Viltu kíkja til mín í kvöld?“
Ég: „Er að fara í saumó.“
Hann: „Já, ókei. Thí hí hí. Eftir saumó. Getum fengið okkur ís.“
Ég: „Nei, saumó er búinn seint.“
Hann: „Já, ok. Seinna? Ég bít ekki. Nýhættur. Farinn að kyssa í staðinn. En kann mig alveg sko. Maður bíður þar til er sagt gjörðu svo vel.“
Ég svaraði engu. Svolítill tími leið:
Hann: „Er það ekki rétt?“
Ég: „Jú, það er rétt. En sorrí, ég held við séum ekki á sömu blaðsíðu. Takk fyrir spjallið.“ Broskarl fékk að fylgja með.
Þá reiddist vinurinn:
Hann: „Nei, fyrst þú ert að ákveða fyrir mig á hvaða blaðsíðu ég er þá er ágætt að hafa það svoleiðis. Alltaf er ég að græða og einfalda líf mitt. Ef þig langar að vita það þá erum við á sömu blaðsíðu, meira en þig grunar. Er ekki að nenna ímyndunarveiki eða álíka vitleysu, ég er betur settur án þess. Já, sömuleiðis. Þú bara gerir það upp við þig hvað þú vilt gera. Ég verð hér en lít svo á að þú viljir ekki meiri samskipti, þannig að restin er í þínum höndum. Þú sendir bara á mig ef þú vilt skoða þetta eitthvað betur, þinn missir. En mér finnst alltaf jafnskrýtið þegar fólk ákveður fyrir mann hverju maður er að leita að eða hugsa eða gera, sérstaklega fólk sem þekkir mann lítið sem ekki neitt. En hafðu það gott og gangi þér vel. Heyrist þér ekki veita af.“
Nokkrum klukkutímum síðar hafði ég ekkert svarað honum og þá sendi hann þetta (og var svo blokkaður):
Hann: „Og eigðu góðan dag.“

Nektar- og typpamyndirnar eru óteljandi sem ég hef fengið (kannski maður gefi út ljósmyndabók einn daginn). Þessi „rakst“ í einhvern takka og sendi mér mynd af sér kviknöktum. Ég hafði ekki talað mikið við hann fram að því.

Hann: „Vá. Sendi ég þessa mynd! Var að fikta í símanum og ná myndum. Eða var það tölvan? Ekki meiningin að senda myndina.“

- Auglýsing -

Svo koma nokkrir gullmolar úr ýmsum áttum, en allir eiga það sameiginlegt að hafa verið sendir á mig af ókunnugum mönnum sem ég hafði aldrei talað við eða hitt.

Maður 1: „Vá, hvað var gott að sofa hjá þér. Eða sko … Ég fróaði mér yfir myndinni af þér. Vona að það sé í lagi.“
Maður 2: „Ég er lamaður fyrir neðan mitti, en get haft sáðlát.“
Maður 3: „Ég hef ólæst. Bíð þín í pottinum. Heimilisfangið er ….“ Já, heimilisfangið fylgdi með.
Maður 4: „Er með stærra typpi en flestir.“
Maður 5: „Geturðu ekki bara fengið að fara heim úr vinnunni núna? Sagt að þú sért veik. Ég er svo ógeðslega graður. Langar í þig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -