Þriðjudagur 29. október, 2024
4.7 C
Reykjavik

Settu á þig grímu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á undanförnum árum hafa komið á markað fjölmargar nýjungar í húðvörum sem eiga uppruna sinn að rekja til Asíu, þá sérstaklega til Japan og Suður-Kóreu.

Á undanförnum árum hafa komið á markað fjölmargar nýjungar í húðvörum sem eiga uppruna sinn að rekja til Asíu, þá sérstaklega til Japan og Suður-Kóreu.

Ein þessara nýjunga eru svokallaðir taumaskar en hvernig virka þeir og er árangurinn þess virði að líta út eins og Hannibal Lechter í hálftíma?

Ólíkt venjulegum andlitsmöskum, yfirleitt þykkt krem eða leir í túbu sem er borinn á og síðan þvegin af eftir tiltekinn tíma, eru taumaskar í raun líkari serumi. Um er að ræða grímu úr tauefni, gegnsósa í þunnu, gelkenndu serumi, stútfullu af virkum efnum.Tauefnið sjálft er úr örþunnri bómull eða öðrum trefjum og sniðið eins og gríma, með götum fyrir augu, nef og munn, ásamt litlum blöðkum á hliðunum til að tryggja að maskinn passi á öll andlit. Áferðin á gelinu sem efnið er bleytt í er nógu þykk til að maskinn loði við húðina án þess að renna til og efnið leki ekki niður og fari til spillis.

Maskann á að setja á hreina, þurra húð en gott er að nota ávaxtasýru eða ensímhreinsi til að fjarlægja dauðar húðfrumur af yfirborðinu.

Samkvæmt leiðbeiningum á að leyfa maskanum að vera á í tíu til tuttugu mínútur. Það er samt óhætt að láta hann vera á húðinni þar til hún hefur upptekið meirihluti serumsins og gríman sjálf orðin nokkuð þurr. Þessi aðferð tryggir hámarksupptöku virku efnanna.

Best er að liggja út af á meðan maskinn er á því þá færist hann ekkert til. Það er líka mikilvægt að gefa sér tíma og slaka á, við þurfum öll á því að halda og við lítum betur út fyrir vikið.

Helstu kostir taumaska

- Auglýsing -
  • Fyrst og fremst eru þeir ótrúlega þægilegir og auðveldir í notkun, meira að segja þeir sem eru ekkert alltof duglegir við að hugsa um húðina geta skellt einum á sig.
  • Mörgum finnst sérstaklega gott að ferðast með þá milli landa því þeir teljast ekki sem vökvi og má þess vegna taka með í handfarangri. Sumir setja þá meira að segja á sig í lengri flugum því þurrt loft í flugvélum getur leikið húðina grátt og þá er gott að setja á sig maska en þurfa ekki að þvo sér eftir notkun. Þú gætir samt fengið nokkur skrítin augnaráð frá samferðamönnum.
  • Til eru fjölmargar gerðir taumaska sem hafa ólíka virkni, flestar þeirra eiga það þó sameiginlegt að veita mjög öflugt rakaskot. Árangurinn er því strax sjáanlegur, húðin verður mun þéttari og unglegri. Það þýðir að það hentar vel að nota þá rétt fyrir eitthvert sérstakt tilefni, enda hafa margar stórstjörnur birt mynd af sér með taumaska rétt áður en þær ganga rauða dregilinn.
  • Þegar öllu er á botninn hvolft koma taumaskar ekki beint í staðinn fyrir annars konar andlitsmaska, heldur eru þeir góð viðbót sem er þægilegt að grípa til þegar maður vill líta extra vel út án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því.

Höfundur / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -