Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Síðasta verk fyrir svefninn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er fleira en bara bækur og vekjaraklukku að finna á náttborðum helstu snyrtivörugúrúa heims, hvort sem það eru ritstjórar tímarita, bloggarar, stórstjörnur eða æðstu yfirmenn snyrtivörufyrirtækja. Þar er nefnilega yfirleitt að finna úrval snyrtivara sem er ætlað að hámarka áhrif nætursvefns á húðina og tryggja að gúrúarnir vakni endurnærðir og fallegir á morgnana. Hér eru nokkrar af algengustu vörunum sem þar er að finna.

Niður með varaþurrk

Til að vakna með mjúkar og fallegar varir á morgnana tilbúnar í varalit dagsins verður maður að bera á sig varasalva fyrir svefninn. Varasalvinn verður að vera þykkur og helst ekki sleipur til þess að hann haldist á alla nóttina. Varasalvar sem innihalda býflugnavax, shea butter, kókosolíu, ullarfitu eða aðra náttúrulega fitu eru bestir. Varasalvar sem eru aðeins vaselín í grunninn halda aðeins raka inni en veita hvorki næringu né raka og eru einnig mjög sleipir. Vinsælustu varasalvarnir meðal snyrtivörugúrúa eru Rêve de Miel frá Nuxe, Baume de Rose frá By Terry og Minted Rose frá Smith’s.

Silkimjúkar hendur

Það er mikið á hendur okkar lagt á veturna þegar kólnar í veðri og flensur byrja að ganga. Við erum stöðugt að þvo okkur um hendurnar og fara inn og út úr kulda. Þess vegna er mjög mikilvægt að nota handáburð reglulega yfir daginn en því sleppa þó margir. Best er að bera feitan og góðan handáburð á sig rétt fyrir svefninn þegar maður er ekki að fara að nota hendurnar. Snyrtivörugúrúar vita líka að það er mikilvægt að huga vel að nöglum til þess að þær vaxi og dafni. Þess vegna er naglabandaolía algeng á náttborðum þeirra auk handáburðar.

Slakandi ilmur

- Auglýsing -

Huggulegt er að hafa ilmkerti á náttborðinu sem þú getir kveikt á þegar þú ferð snemma upp í að lesa eða horfa á sjónvarpsþátt á iPad-inum. Gæðailmkerti kosta sitt en einn helsti kostur þeirra er sá að þau gefa frá sér ilm jafnvel þótt það sé ekki kveikt á þeim. Til þess að maður þoli að hafa kertið á náttborðinu má ilmurinn ekki vera of þrúgandi og auðvitað þarf manni að þykja hann góður. Það er ekki verra ef ilmurinn hefur slakandi áhrif, eins og til dæmis lavender- eða rósmarínilmur. Vinsælustu kertin eru líklega frá franska vörumerkinu Diptyque en kertin frá Voluspa eru einnig frábær og fáanleg hér á landi.

Það er sniðugt að geyma gott næturkrem á náttborðinu.

Mjúkt undir höfði

Þó að það sé ekki tæknilega á náttborðinu er einnig vert að minnast á að margir snyrtivörupennar og -gúrúar sofa á kodda með silkikoddaveri. Það er vissulega fjárfesting en mun hafa gríðarleg áhrif á heilsu bæði húðar og hárs. Vegna þess að silkið er mun sleipara en bómull þá togar það síður í hárið svo það slitnar og flækist síður. Eftir góðan nætursvefn vaknar þú með slétt og fallegt hár líkt og þegar þú fórst að sofa. Einnig er mjög slæmt að sofa með sítt hár slegið því þá hættir því frekar til að slitna þegar maður byltir sér á nóttunni, hvort sem það er á silkikodda eða ekki. Betra er að vera með hárið uppsett á einhvern hátt, hvort sem það er í lausum snúð, fléttu eða á einhvern annan máta.

- Auglýsing -

Lokaskref húðumhirðunnar

Öll snyrtivöruséní vita að húðin er í endurnýjunar- og viðgerðarfasa á nóttinni og því er það besti tíminn til að nota bestu og virkustu vörurnar í vopnabúrinu. Þau allra hörðustu kjósa meira að segja að klára húðumhirðuna inni á baði, fara svo upp í rúm og rétt áður en þau fara að sofa bera þau eitt lokalag á húðina, sem getur ýmist verið þykkt næturkrem, húðolía eða næturmaski. Þannig gefa þau fyrstu vörunum tækifæri til að smjúga dálítið inn í húðina og tryggja jafnframt hámarksnæringu alla nóttina.

Umsjón / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -