Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Simon Cowell getur ekki haldið áfram í Britain’s Got Talent vegna meiðsla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmógúllinn Simon Cowell mun ekki snúa aftur í dómnefnd hinna geysivinsælu þátta Britain’s Got Talent vegna meiðsla sem hann hlaut í reiðhjólaslysi fyrir skömmu. Í hans stað kemur Ashley Banjo og verður sá í dómnefndinni ásamt Alesha Dixon, Amanda Holden, og David Walliams í undanúrslitaþættinum sem fram fer í næstu viku.

Simon Cowell hefur verið í dómnefnd þáttanna síðan þeir hófu göngu sína árið 2007 en vefsíðan Metro hefur eftir honum að læknar hafi bannað honum að vinna á meðan hann jafnar sig eftir reiðhjólaslysið. Hann segir Ashley Banjo munu verða góða viðbót við dómnefndina því hann þekki þáttinn. „Ég gæti ekki hugsað mér nokkurn betri til að sitja í sætinu mínu á meðan ég fylgi ráðleggingum læknanna,“ segir Simon og bætir við: „Ég hata þetta fjárans hjól!“

Simon hryggbrotnaði í slysinu en er á batavegi eftir aðgerð og sagður vera farinn að geta gengið aftur.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -