- Auglýsing -
Áramótamótaskaupið hefur notið ómældra vinsælda frá því að það birtist fyrst á skjám landsmanna árið 1966. Áramótaskaupið, eða Skaupið, kom fyrst á skjáinn árið sem Ríkissjónvarpið var stofnað, 1966, og var þá strax á eftir áramótaþætti Ríkisútvarpsins.
Klukkan hálfellefu á gamlárskvöld er líklega mesta áhorf ársins á sjónvarp, þegar stór hluti þjóðarinnar er límdur við skjáinn til að sjá gert grín að viðburðum ársins. Fyrstu daga nýs árs er svo skeggrætt hvernig tiltókst og hafa auðvitað allir álit á afrakstrinum svo það er töluverð pressa á handritshöfundum, leikstjóra og leikurum.
Auglýsingatími í kringum Áramótaskaupið er dýrasti tími ársins en sitt sýndist hverjum þegar ákveðið var að selja auglýsingatíma inni í miðju Skaupi árið 2007, það var fasteignasalan Remax sem keypti auglýsinguna og það er spurning hvort hún hafi hitt í mark hjá áhorfendum.