Ekki alls fyrir löngu fengum við snillingana Söru Dögg Johansen og Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur, sem reka Reykjavík Makeup School, til að sýna okkur sitthvora útfærsluna af spariförðun.
Förðun eftir Söru
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/vi-1850-38-ap_008252-387x580-1.jpg)
„Ég ákvað að gera Halo-förðun sem er ein af mínum uppáhaldsförðunum. Hún er fullkomin fyrir fín tilefni. Hún er mjög einföld og hentar öllum augnumgjörðum.
Ég byrjaði á því að setja ljósbrúnan augnskugga (Birkin frá ABH) og millibrúnan augnskugga (Red Earth frá ABH) í innri og ytri augnkrók en skildi miðjuna á augnlokinu eftir. Í miðjuna setti ég fallegan sanseraðan augnskugga sem er nýr frá NYX professional makeup og heitir Foil play í litnum French Macaron.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/vi-1850-38-xx_008259-e1563379347874-299x580-1.jpg)
„Ég ákvað að gera Halo-förðun sem er ein af mínum uppáhaldsförðunum.“
Fyrir þá sem vilja bæta við glimmeri og gera förðunina örlítið ýktari þá setti ég glimmerið Midnight Cowboy frá Urban Decay í miðjuna á augnlokinu.
Ég notaði brúnan og svartan blýant í augnhárarótina sem eyliner en mér finnst fallegt að nota tvo tóna til að ná fallegri blöndun.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/vi-1850-38-xx_008254-546x580-1.jpg)
Til að ýkja augnhárin notaði ég svo uppáhaldsaugnhárin mín frá Eylure sem heita Duos & Trios en þau henta öllum þar sem þú getur leikið þér með þau hvort sem þú ert að leita eftir þéttleika, lengingu eða jafnvel hvorutveggja.
Á húðina notaði ég Away We Glow-ljómakremið frá NYX professional makeup og svo Giorgio Armani Luminous silk-farðann því hann gefur fallegan ljóma. Í skyggingu og highlight notaði ég Born to glow- pallettuna frá NYX Professional Makeup. Á varirnar notaði ég Angel-varalitinn frá MAC og nýja Shimmer Down-glossið í litnum Pink Pong frá NYX professional makeup. Ég krullaði svo hárið á módelinu mínu með HH Simonsen Rod 4-keilujárninu og setti svo sufflée-krem yfir krullurnar til að fá þær mýkri.“
Leynitrix Söru:
Fyrir fín tilefni finnst mér mjög mikilvægt að nota gott setting sprey þar sem við viljum að förðunin endist vel og lengi. Uppáhalds setting sprey-ið mitt er Chill frá Urban Decay, en það gefur raka og róar húðina. Fyrir þá sem eru með glimmer á augunum er ótrúlega gott að taka pakkalímband og dúmpa yfir glimmerið þegar við erum að fara að taka förðunina af okkur í lok kvölds. Allt glimmerið festist þá í límbandinu og við getum þá þrifið okkur eins og önnur kvöld án þess að fá glimmer út um allt andlit.
Förðun eftir Sillu
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/vi-1850-38-ap_008253-387x580-1.jpg)
„Hérna sýni ég smokey-förðun með smávegis glimmeri en smokey-förðun er mín allra mesta uppáhaldsförðun. Mér finnst finnst rosalega skemmtilegt að gera hana í margskonar útfærslum eins og til dæmis að leika mér með liti og áferðir, allt frá möttum augnskuggum yfir í sanseraða.
Að þessu sinni ákvað ég að gera kirsuberjalitað smokey og skreytti með mjög fíngerðu glimmeri. Ég lagði áherslu á augun og húðina og ákvað því að gera frekar látlausar varir við. Ég byrja alltaf á að gera augun fyrst og enda á því að gera húðina.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/vi-1850-38-xx_008261-e1563379042668-1130x514-1.jpg)
Í þessari augnförðun notaðist ég við Naked Cherry-augnskuggapallettuna frá Urban Decay. Ég byrja á að nota ljósan mattan lit sem fyrsta lit sem ég legg í glóbuslínu augnsvæðisins og blanda hann vel út upp á augnbeinið til að fá þessa svo kölluðu reyk eða smokey-áferð. Næst notaði ég tvo sanseraða augnskugga sem voru aðeins dekkri en fyrsti liturinn og setti þá á mitt augnlokið og nota síðan enn dekkri mattan augnskugga sem leiðir frá sanseruðu litunum niður að augnhárarót.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/vi-1850-38-xx_008263-e1563379238614-335x580-1.jpg)
Sama aðferð fer svo fram á neðra augnsvæðinu nema þá er gott að forðast að nota sanseraða augnskugga til að missa ekki dýptina í litunum. Ofan á augnlokið setti ég svo ótrúlega fallegt, fljótandi glimmer frá NYX professional makeup sem heitir Glitter goals liquid eyeshadow í lit sem heitir Multiverse. Ég setti svo nóg af rakakremi og ljómakremi undir farðann en ég notaði mjög léttan farða og lagði áherslu á ljóma í húðinni.“
Helstu vörur: Ég notaði Naked Cherry-augnskuggapallettu frá Urban Decay , NYX professional liquid eyeshadow , Creme Cup-varalit frá MAC og Bobbi Brown highlighter sem heitir Bronze Glow.
Myndir / Aldís Pálsdóttir