Vetur konungur kallar á hlýrri fatnað og því getur verið á undanhaldi að klæða sig upp svo að skart og aðrir aukahlutir séu valdir með heildarútliti dagsins. Eðlilega eru síðu perlueyrnalokkarnir stundum skildir eftir í skartgripaskríninu og eitt fíngert hálsmen hvílir þess í stað undir þykkri peysunni. En aukahlutir geta kórónað dressið og þess vegna gert látlausan fatnað skyndilega ótrúlega smart.
Belti, stórir eyrnalokkar, hálsklútar og íburðarmiklar hálsfestar sjást víða í verslunum og hafa verið mikið á tískupöllunum undanfarin ár. Það er greinilegt að ekkert lát verður á stóru skarti samkvæmt tískusýningunum fyrir vorið 2020.
Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta jú allt spurning um samsetningu lita, forms og textíls. Því óhræddari sem þú ert að prófa þig áfram verður þú líklegri til að finna þinn persónulega stíl sem þú kannt vel við og getur svo útfært í alls kyns mismunandi útgáfum.
Stílisti mælir því með að lesendur kíki í skúffurnar eða í kassa sem jafnvel eru geymdir í geymslum hjá ömmu eða mömmu til að komast yfir fallegar gersemar sem mega svo sannarlega líta dagsins ljós. Leyfið hugmyndafluginu að njóta sín!
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Morra er íslenskt merki sem sérhæfir sig í vönduðum fylgihlutum. Þessar silkislæður eru einstaklega fallegar og fást í Hönnunarsafni Íslands, Epal og á Kjarvalsstöðum.