Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

„Sláandi að auglýst sé eftir nektarmyndum af ungum stúlkum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Margt vakti óhug við gerð myndarinnar Myndin af mér,“ segir Brynhildur Björnsdóttir leikstjóri hennar.

„Mér finnst helst vera sláandi að það skuli vera lýst eftir myndum af stúlkum á netinu. Að drengir skuli safna þessum myndum og skiptast á þeim og reyna að ná sem flestum í safnið. Að þeir skuli horfa á stúlkurnar á myndunum sem hluti en ekki raunverulegar manneskjur. Þessi skortur á mannvirðingu, það var einna helst það sem sló mig,“ segir Brynhildur Björnsdóttir leikstjóri nýrrar leikinnar stuttmyndar, Myndin af mér, sem fjalla um sex framhaldsskólanema sem upplifa stafrænt kynferðisofbeldi.

Hún segir hátt hlutfall af stafrænu kynferðisofbeldi hjá íslenskum ungmennum sömuleiðis hafa komið á óvart. Þannig virðast að meðaltali 75 prósent barna á aldrinum 12-15 þekkja einhvern á sínum aldri sem hefur ýmist sent eða fengið senda nektarmynd. Þá þekki á bilinu 10-15 prósent barna jafnaldra sem hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. En tölurnar byggja á upplýsingum sem Þórdís Elva Þorvaldsdóttir handritshöfundur myndarinnar viðaði að sér þegar hún hélt röð fyrirlestra fyrir ungmenni um stafrænt kynferðisofbeldi árið 2015.

Brynhildur segir mikilvægt að foreldrar fylgist með netnotkun barna sinna og tali við þau um ábyrgðina sem fylgi því að vera manneskja í samskiptum við aðra. Þá finnst henni lykilatriði að taka skömmina af því að það séu til nektarmyndir af fólki á Netinu. „Auðvitað er ég ekki þar með að segja að það sé í lagi að dreifa nektarmyndum í óleyfi, hver og einn á rétt yfir sínum líkama og sínu persónulega rými og það er brot gegn friðhelgi að ráðast inn í það. En mér finnst samt mikilvægt að skömmin liggi hjá þeim sem dreifa myndunum. Aldrei hjá þeim sem á myndunum er. Þannig gerum við líka ómögulegt fyrir þá sem dreifa slíkum myndum í kúgunar- eða niðurlægingarskyni að takast ætlunarverk sitt. Og það væri strax mikilvægur áfangasigur í baráttunni.“

Hér að neðan er stikla úr myndinni en hún verður aðgengileg í fjórum hlutum á Facebooksíðu Vodafone og svo birt í heild sinni á vefsíðunni myndinafmer.is á föstudag, 19. janúar. Þar verður líka að finna fræðslu tengda myndinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -