Smáforrit, eða svokölluð öpp eru til margs nýtileg. Meðal annars er hægt að ná sér í ýmiskonar öpp sem hjálpa til við að koma upp hlauparútínu, halda utan um árangurinn og spila tónlist eftir þínum hlaupahraða.
Endomondo
Endomondo er eitt vinsælasta smáforritið meðal hlaupara. Það reiknar meðal annars kílómetra, fjölda, tíma, kaloríur og heldur utan um allar þessar upplýsingar og því er auðvelt að sjá árangurinn.
Strava
Með Strava-appinu er meðal annars hægt að halda utan um allar upplýsingar sem tengjast hlaupunum þínum. Ef þú þarft hvatningu þá er hægt að skora á sjálfan sig með því að taka þátt í fjölbreyttum keppnum og áskorunum sem finna má í appinu.
RunGo
Þú getur alveg farið út og byrjað að hlaupa, en það er betra að hafa plan. Með RunGo er hægt að sjá ýmsar hlaupaleiðir á þeim stað sem þú ert á hverju sinni auk þess forritið er vegvísir svo að þú villist örugglega ekki. Sérstaklega hentugt fyrir hlaupara á ferðalögum erlendis.
RockMyRun
Fyrir þá sem vantar innblástur í formi tónlistar þá er RockMyRun frábært app. Það er sérhannað fyrir hlaupara og velur tónlist meðal annars eftir þeim hlaupahraða sem þú ert á
Couch to 5K
Frábært fyrir byrjendur sem vilja koma sér í hlaupaform. Couch to 5K er forrit sem þjálfar þig upp í fimm þrepum, sérhönnuðum til að byggja upp þol og styrk. Á aðeins níu vikum ættir þú að vera tilbúinn í maraþon!