Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Smár en knár fataskápur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkur ráð til að koma upp hinum fullkomna fataskáp.

Á áttunda áratugnum bjó verslunareigandinn Susie Faux, sem átti litla tískufataverslun í London, til nýyrðið capsule wardrobe fyrir fataskáp sem hefur verið skorinn niður þannig að aðeins allra nauðsynlegustu flíkur séu eftir. Um er að ræða þrjátíu til fjörtíu klassískar, hágæða flíkur sem hægt er að blanda saman eftir þörfum. Þetta á að einfalda þér lífið og morgnanna sem þú stendur fyrir framan fataskápinn og veist ekkert í hverju þú átt að fara. En hvernig setur maður saman svona fataskáp og hverjar eru reglurnar?

Margar konur eiga allt of mikið af skóm. Fimm skópör er í raun allt sem þú þarft.

Skór
Margar konur eiga allt of mikið af skóm. Fimm skópör er í raun allt sem þú þarft – til dæmis háhæla skó, regnstígvél, sportlega götuskó, fallega flata skó og kannski ökklastígvél, einfalt og auðvelt. Töskur eru annað sem konur eiga of mikið af en af einhverjum ástæðum eru töskur ekki með í þessum lista þannig að þú getur átt eins margar og þú vilt.

Buxur og/eða pils
Misjafnt er milli kvenna hvort þær klæðast oftar pilsum eða buxum. Ekki er þörf á því að eiga meira en fjóra neðri hluta og þú mátt ráða hvort það séu buxur, pils eða hvoru tveggja. Mundu að þú getur alltaf poppað upp með fallegu belti.

Hér á landi er mikilvægt að eiga góðar og fjölbreyttar yfirhafnir því veðrið er allskonar. Miðaðu við að eiga fimm yfirhafnir; blazer-jakka, dúnúlpu, ullarkápu, leðurjakka og svo framvegis.

Kjólar og samfestingar
Það koma reglulega upp tilefni sem krefjast þess að við klæðum okkur upp á og þá er gott að eiga nokkra kjóla eða jafnvel samfesting. Reyndu að takmarka þig við fjórar flíkur í þessum flokki og velja flíkur sem passa við ólík tækifæri. Svartur kjóll er klassísk eign og alltaf hægt að lífga upp á hann með töff hálsmeni.

Blússur, bolir og peysur
Það mun eflaust reynast mörgum erfitt að fækka efri hlutum, en þeir mega aðeins vera tólf. Tólf flíkur hljómar kannski mikið í fyrstu en miðað er við fjórar blússur eða skyrtur, þrjár peysur, þrjá stuttermaboli, eina golftreyju og einn hlýrabol, sem er þegar öllu er á botninn hvolft alls ekki nóg.

Yfirhafnir og jakkar
Hér á landi er mikilvægt að eiga góðar og fjölbreyttar yfirhafnir því veðrið er allskonar. Miðaðu við að eiga fimm yfirhafnir; blazer-jakka, dúnúlpu, ullarkápu, leðurjakka og svo framvegis. Ef þú velur vel, og ert tilbúin að borga örlítið meira fyrir gæði, geta þessar flíkur enst þér í áratug eða jafnvel meira. Fallegur klútur getur svo gert gamla kápu að nýrri.

- Auglýsing -
Ef þú velur yfirhöfn vel, og ert tilbúin að borga örlítið meira fyrir gæði, geta þessar flíkur enst þér í áratug eða jafnvel meira.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -