Þriðjudagur 29. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Í sól og sumaryl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólríkir áfangastaðir sem stytta veturinn.

Þegar dagarnir eru hvað stystir og kuldinn nístir inn að beini er notalegt að skella sér í ferðalag á suðrænar slóðir til að minnka grámann í andlitinu og fá smá yl í kroppinn. Boðið er upp á ferðalög til sólríkra staða allan ársins hring – líka yfir háveturinn. Kanarí er einn þeirra áfangastaða sem er sívinsæll meðal Íslendinga.

Tenerife – fegurst allra eyja á Kanarí

Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Tenerife.

Tenerife er fögur og heillandi og hefur margt að bjóða ferðalöngum sem vilja komast burt frá kuldanum í sólina til að njóta sín til hins ýtrasta. Eyjan er sú stærsta af Kanaríeyjunum og sker sig úr fyrir einstakt náttúrufar og veðursæld, hreinleika og góðan aðbúnað. Sólin skín nánast alla daga ársins en meðalhiti er 20-22°C en á svalari dögum fer hitinn vart undir 15°C en fer sjaldan yfir 30°C.

Norðanmegin á eyjunni er náttúran fjölbreyttari og gróðursælli en á suðurhlutanum; þar er að finna stóra furuskóga, bananaplantekrur og mikið blómahaf.

Þar er Loro Parque-dýragarðurinn sem hýsir eitt stærsta safn heims af páfagaukum og mörgæsum, „fiskabúr“ með yfir 3.000 tegundum sjávardýra, tígrisdýr, górillu og krókódíla frá Afríku.

Í suðurhlutanum, þar sem við erum með okkar gististaði, skín sólin nánast alla daga ársins og þar er vinsælast að vera.

- Auglýsing -

Santa Cruz er höfuðborgin og telur liðlega 225.000 íbúa. Borgin er gróðursæl og iðar af lífi. Kaffihús, veitingastaðir, göngugötur og fjölmargar verslanamiðstöðvar gera heimsókn til borgarinnar notalega og umfram allt skemmtilega.

Tenerife er sannkölluð paradís fyrir vandláta og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Puerto de Mogan á Gran Canaria.

Gran Canaria – hvíld, skemmtun og eintóm ánægja!

- Auglýsing -

Gran Canaria er þriðja stærsta eyjan í Kanarí-eyjaklasanum og hefur um áratugaskeið verið langvinsælasti vetraráfangastaður sólþyrstra Íslendinga. Það leiðist engum á Kanarí, enda mikið úrval af fjölbreyttri skemmtun fyrir alla aldurshópa þar að finna. Fjölskyldur, einstaklingar og pör á öllum aldri geta fundið sér góðan stað og eitthvað skemmtilegt að gera á Kanarí.

Gran Canaria er rómuð fyrir náttúrufegurð.

Næturlífið iðar af fjöri og á daginn ríkir suðræn stemning. Dúndrandi tónlist á diskótekunum, róleg kaffihúsa- og barstemning og veitingastaðir sem svíkja ekki bragðlaukana.

Matur og drykkur er ótrúlega ódýr á Kanaríeyjum og því um að gera að njóta lífsins.

Í boði eru áhugaverðar kynnisferðir um eyjarnar, góðir golfvellir og frábær íþróttaaðstaða.

Þegar dagarnir eru hvað stystir og kuldinn nístir inn að beini er notalegt að skella sér í ferðalag á suðrænar slóðir til að minnka grámann í andlitinu og fá smá yl í kroppinn.

Enska ströndin er vinsælasti dvalarstaður Íslendinga. Þar er fjörugasta mannlífið, fjöldi góðra gististaða og öll þjónusta og skemmtun í göngufjarlægð. Þar er að finna stærstu verslunarmiðstöðvarnar Yumbo, Cita og Kasbah með fjölda verslana, veitinga- og skemmtistaða.

Hægt er að upplifa notalega kaffihúsa- og barstemningu og fara á veitingastaði sem svíkja ekki bragðlaukana.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -