Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Spennandi áfangastaðir fyrir brúðhjón

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt af því sem margir eiga í vandræðum með að taka ákvörðun um er hvert skuli halda í brúðkaupsferðina. Skal engan undra, enda gríðarlegt úrval spennandi áfangastaða í boði. Hér eru nokkrir.

Svalasta borgin

Canberra í Ástralíu hefur upp á síðkastið fengið viðurnefnið svalasta höfuðborg í heimi. Og það ekki vegna hitastigs, en meðalhitinn yfir árið er um 15 gráður. Í Canberra má finna menningarlega fjársjóði á hverju horni en á sama tíma standa þeir framarlega í öllum nýjungum, svo sem í matargerð og list. „Hipsterar“ samtímans flykkjast til Canberra og einstakt andrúmsloft og gleði einkenna stemninguna þar.

Detroit snýr vörn í sókn

Detroit hefur ekki fengið verðskuldaða athygli undanfarin ár eða verið ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna. En upp á síðkastið hafa ungir listamenn umbreytt ásýnd borgarinnar með því að breyta yfirgefnum byggingum í listasöfn, hótel, hjólabrettagarða og ýmis konar starfsemi. Listrænn andi og nýstárlegheit liggja í loftinu og ættu allir sem vilja fyllast innblæstri að gera sér ferð til Detroit.

- Auglýsing -

Eitthvað alveg nýtt

Fyrir þá sem eru tilbúnir að prófa eitthvað alveg nýtt er Kaohsiung í Taívan þess virði að skoða. Gríðarhá búddalíkneski og önnur listaverk má finna út um alla borg. Ekkert hefur verið til sparað við gerð bygginga og lestarstöð borgarinnar hefur til að mynda verið kosin sú fallegasta í heimi. Næturmarkaðir njóta mikilla vinsælda en íbúar Kaohsiung virðast telja næturnar besta tíma sólarhringsins til að kaupa sér ferska matvöru. Á daginn ætti engum að leiðast í Kaohsiung en dýragarða, þemagarða og tívolí má finna á hverju horni.

- Auglýsing -

Nágrannaríkið

Óperuhúsið í Osló.

Fyrir þá sem vilja halda sig við Norðurlöndin, er Ósló í Noregi spennandi valkostur. Í ár fagna konungshjónin 50 ára brúðkaupsafmæli og mikið um dýrðir af því tilefni. Eitt helsta kennileiti borgarinnar, Óperuhúsið, er að auki tíu ára um þessar mundir og hafa fjöldamargir viðburðir verið skipulagðir í tengslum við það. Árið 2018 er því einstaklega gott til að láta verða af því að heimsækja Ósló.

Náttúruperla

Ein elsta lifandi höfuðborg heims, Matera, höfuðborg Basilicata-héraðsins á Suður-Ítalíu, er byggð í fjallshlíð með yfirnáttúrulegum gljúfrum allt í kring. Stórkostlegar byggingar, hellar og völundarhús einkenna svæðið, en Matera hefur verið í mikilli sókn undanfarið og hafa nýtískuleg hótel, veitingastaðir og barir sprottið upp undanfarin ár. Við hvetjum alla til að heimsækja þessa einstöku borg því gera má ráð fyrir að þetta verði einn heitasti ferðamannastaðurinn á komandi árum – og því um að gera að vera á undan straumnum!

Eitthvað fyrir alla – Sevilla  

Hin einstaklega fagra höfuðborg Andalúsíu, Sevilla á Spáni. Rómantísk og falleg borg með merkilega sögu. Þar skín sól í allt að 300 daga á ári og að þessu sinni er þetta sú borg sem vermir toppsætið á lista Lonely Planet árið 2018. Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Menning, þröngar götur, verslanir, tapas, sólríkar strendur og vinalegt fólk er það sem einkennir þessa dásamlegu borg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -