Mánudagur 28. október, 2024
2.5 C
Reykjavik

Stefnumót á Netinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er ekki tekið út með sældinni að vera í makaleit á þessum tímum tækninnar.

Fólk í rómantískum hugleiðgingum notar smáforrit og stefnumótasíður í síauknum mæli til að komast í samband við aðra. Stundum leynast þó maðkar í mysunni. Mynd/Pexels.com

Það er ekki tekið út með sældinni að vera í makaleit á þessum tímum tækninnar. Tinder skók samfélagið þegar það leit fyrst dagsins ljós og nú hafa fjölmörg álíka snjallsímaforrit fylgt í kjölfarið. Gamla góða tuggan segir að það séu alltaf fleiri fiskar í sjónum – en þar eru líka mörg skítseyði. Spurningin er hvort tæknin hygli skítseyðunum frekar en hinum. Hér eru ýmis hugtök yfir lélega hegðun sem á sér stað á Netinu.

Draugur

Talað erum drauga, eða „ghosting“, þegar einstaklingur sem þú hefur átt í einhverjum samskiptum eða sambandi við hverfur út úr lífi þínu fyrirvaralaust.

Hann hættir að svara skilaboðum og símhringingum, er aldrei tengdur þegar þú reynir að tala við hann á samskiptamiðlum eða eyðir þér jafnvel út af vinalistanum sínum. Þetta einskorðast ekki við ástarsambönd því einhverjir hafa lent í því að vinir þeirra verði skyndilega að draugum.

Sumir byrja að líta í kringum sig og daðra á meðan þeir eru enn á föstu, yfirleitt þegar þeir sjá fyrir endann á því sambandi. Rétt eins og útskot á hraðbrautinni gefur þetta þeim smátíma og umhugsunarfrest áður en þeir beygja út úr sambandinu.

Á bekknum

Að setja einhvern á bekkinn er hugtak sem lýsir því þegar einstaklingar vilja halda manni heitum og senda manni skilaboð og líka við myndir á samfélagsmiðlum en gefa lítið út á að stofna til sambands.

- Auglýsing -

Þeir sjarmera þig upp úr skónum en það sem gerir þessa hegðun sérstaklega skítlega er að þeir ætla sér kannski ekki einu sinni að hitta þig. Þeir eru oftar en ekki með marga í takinu og eru bara að draga þig á asnaeyrunum. Þú ert í endalausri biðstöðu og svo þegar þú ert við það að gefast upp á þeim aukast samskiptin, eins og þeir finni það á sér.

Sambandsútskot

Sumir byrja að líta í kringum sig og daðra á meðan þeir eru enn á föstu, yfirleitt þegar þeir sjá fyrir endann á því sambandi.

- Auglýsing -

Rétt eins og útskot á hraðbrautinni gefur þetta þeim smátíma og umhugsunarfrest áður en þeir beygja út úr sambandinu. Það er vert að muna að þeim getur alltaf snúist hugur og beygt aftur inn á beinu brautina.

Það er líka ólíklegt að þeir séu að leita sér að öðru alvarlegu sambandi strax – sem sagt mjög ógáfulegt að bindast þessum týpum einhverjum tilfinningaböndum.

Veiða og sleppa

Hjá sumum er eltingarleikurinn aðalmálið en um leið og þeim finnst þeir hafa „náð“ þér sleppa þeir takinu og láta sig hverfa. Hjá flestum þýðir það eftir fyrsta stefnumót en sumum nægir bara að fá þig til að samþykkja stefnumótið. Þetta er algengara en þig grunar og sérstaklega á smáforritum eins og Tinder.

Það getur verið ferlega svekkjandi að komast að því að maður hefur verið dregin/n á asnaeyrunum. Mynd/pexels.com

Höfundur / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -