Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Steldu stílnum: Kate Moss

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kate Moss er þekkt fyrir áreynslulausa og rokkaða förðun og útlitið er fyrir löngu orðið að klassík. Blaðamaður Vikunnar mælir hér með réttu vörunum til þess að stela stílnum frá goðsögninni.

Kate Moss er ekki þekkt fyrir að vera með sjáanlegan farða á húðinni, heldur leyfir hún freknunum að njóta sín en meira rokk og róli að vera með smokey-förðun þegar farða er haldið í lágmarki. Við mælum með Face and Body frá MAC til að fá áreynslulaus útlit, ljóma og jafnari húðlit. Farðinn helst vel á og smitast ekki í föt ef hann er notaður á líkamann.

„Un“cover-up-hyljarinn.

„Un“cover-up-hyljarinn hefur átt miklum vinsældum að fagna enda einstaklega náttúruleg áferðin á honum, í anda Kate Moss-stílsins. RMS-vörurnar eru til sölu á Mstore.is.

Long-wear cream shadow stick.

Kate er þekkt fyrir svolítið sjúskaða Smokey-förðun. Við mælum með augnskuggapenna eins og Long-wear cream shadow stick frá Bobbi Brown yfir allt augnlokið og allt í kringum augun. Svo er gott að nota eyrnapinna með örlitlu af vaselíni til þess að blanda línurnar aðeins.

Slide On-augnblýantinn.

Smokey er ekki fullkomnað nema með kolsvörtum eyeliner. Við elskum Slide On-augnblýantinn frá Nyx. Nuddaðu honum inn á milli augnháranna og settu helling á vatnslínu augnanna. Það gerist ekki miklu kynþokkafyllra.

Sólarpúður frá Chanel.

Gefðu húðinni náttúrulega sólkysst útlit með blauta sólarpúðrinu frá Chanel. Notaðu stóran farðabursta með gervihárum og nuddaðu því vel inn í húðina, í kringum andlitið og yfir nefið.

Notaðu náttúrulegan highlighter í anda Shimmering Skin Perfector frá Becca. Niður nefið, á kinnbein, fyrir ofan efri vör og aðeins á viðbeinin og axlirnar, ef þú ert í stuði.

- Auglýsing -
Lasting Finish-varalitur.

Dúmpaðu Lasting Finish-varalitnum frá Rimmel úr Kate Moss-línunni í litnum Boho Nude yfir varirnar og nuddaðu vel inn. Smokey-förðun og nude-varir eru besta tvennan.

Grandiôse Extrême-maskarinn.

Kate er óhrædd við að nota mikinn maskara. Grandiôse Extrême-maskarinn frá Lancôme er í algeru uppáhaldi hjá okkur til þess að þykkja augnhárin margfalt. Ekki hafa áhyggjur af því ef hann klessist, það er bara betra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -