- Auglýsing -
Sænska merkið Acne Studios og breska merkið Mulberry sameina krafta sína í nýrri línu sem leit dagsins ljós í dag.
Samstarfslínu Acne og Mulberry er líst sem „vináttusamstarfi“. Í henni er að finna nokkrar af klassískustu töskum merkjanna með uppfærðu sniði. Sem dæmi má nefna Musubi-töskuna frá Acne og Bayswater frá Mulberry.
„Línan snýst um vináttu og frelsi okkar til að gera það sem við viljum,“ er haft eftir Jonny Johansson, listrænum stjórnanda Acne, í frétt Independent. „Línan er eins og samtal á milli Acne og Mulberry.“
Línan kemur í takmörkuðu upplagi. Hana má skoða í heild sinni hér.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/mulberry-849x580-1.jpg)