Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Teiknimyndir – ekki bara fyrir börn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Okkur hættir stundum til að líta á teiknimyndir sem eitthvað bara fyrir börn en þær geta haft mikið skemmtanagildi fyrir alla fjölskylduna.

Anna fær hjálp frá hinum eitilharða fjallamanni Kristoff, hreindýrinu hans Sven og snjókarlinum Olaf.

Mikið púður fer í framleiðslu þessara mynda og þær hljóta ekki síður verðlaun en leiknar kvikmyndir. Á ári hverju hlýtur ein teiknimynd verðlaun sem sú besta sinnar tegundar á Óskarsverðlaununum og hér eru þær sem unnið hafa síðustu fimm ár.

Vélmenni og vinir
Big Hero 6 segir frá unglingsdrengnum Hiro Hamada sem eyðir frítíma sínum í að byggja vélmenni. Hann lendir í miklum ævintýrum með uppblásna félaga sínum Baymax sem bróðir hans bjó til. Þeir þurfa ásamt nokkrum kostulegum og uppátækjasömum vinum Hiros að stöðva illan skúrk sem ætlar sér að ná öllum völdum á jörðinni.

Systraást
Það þekkir hvert mannsbarn lagið Þetta er nóg, eða Let it Go, úr kvikmyndinni Frozen. Myndin segir frá konungsbornu systrunum Önnu og Elsu. Þegar þær voru litlar voru þær bestu vinkonur en hafa fjarlægst með árunum vegna þess að á Elsu hvíla álög – allt sem hún snertir frýs og hún getur framkallað vetur. Dag einn kemst upp um þessi álög og Elsa flýr konungsdæmið en skilur það eftir í vetrarríki. Anna er haldin óbilandi bjartsýni og ákveður að takast á hendur ferðalag til að finna systur sína og binda enda á frostaveturinn endalausa. Hún fær hjálp frá hinum eitilharða fjallamanni Kristoff, hreindýrinu hans Sven og snjókarlinum Olaf.

Zootopia verðlaunin sem besta teiknimyndin. Hún fjallar um heim þar sem öll dýrin eru vinir en þó ríkir ekki fullkomið jafnrétti meðal þeirra og töluvert er um fordóma.

Dýrahasar
Í ár hreppti Zootopia verðlaunin sem besta teiknimyndin. Hún fjallar um heim þar sem öll dýrin eru vinir en þó ríkir ekki fullkomið jafnrétti meðal þeirra og töluvert er um fordóma. Aðalpersónurnar eru tvær, annars vegar löggukanínan Judy og hins vegar svali rebbinn Nick sem er þekktur fyrir að vera ekki alltaf alveg réttum megin við lögin og er nokkuð hrekkjóttur í þokkabót. Þau kynnast þegar Judy er send til að handtaka hann fyrir glæp sem hann er ranglega sakaður um að hafa framið en það reynist hægara sagt en gert að hafa hendur í skotti hans. Málin taka hins vegar nýja stefnu þegar Nick og Judy flækjast bæði inn í samsæri og neyðast til að snúa bökum saman til að endurheimta heiður sinn og orðspor.

Inside Out segir frá ungri stúlku og þeim tilfinningum sem bærast innra með henni og stjórna daglegri líðan hennar og skapsveiflum.

Flókið tilfinningalíf
Inside Out er heldur betur áhugaverð og frumleg teiknimynd. Hún segir frá ungri stúlku og þeim tilfinningum sem bærast innra með henni og stjórna daglegri líðan hennar og skapsveiflum. Dagný er nýflutt ásamt foreldrum sínum á nýjan stað og saknar auðvitað gömlu heimaslóðanna og vinanna. Þetta hefur óneitanlega áhrif á tilfinnningalíf hennar og við fáum að kynnast hennar helstu tilfinningum: Gleði, Sorg, Óbeit, Reiði og Ótta. Gleði hefur hingað til alltaf verið við stjórnvölinn og líkar illa að Sorg sé farin að færa sig upp á skaftið. Dag einn verður dálítið óhapp til þess að ein af kjarnaminningum Dagnýjar tapast og Gleði ásetur sér að endurheimta hana, en sú ferð á eftir að hafa kostulegar afleiðingar í för með sér.

Í Brave er svo sannarlega að finnsa flotta fyrirmynd fyrir litlar stelpur.

Lítill kvenskörungur
Í Brave er svo sannarlega að finnsa flotta fyrirmynd fyrir litlar stelpur. Myndin gerist í hinum dulúðugu skosku hálöndum þar sem Merida er prinsessa í konungsríki sem stjórnað er af Fergusi kóngi og Elinoru drottningu. Merida er afar sjálfstæð, dálítið óstýrilát og mjög góður bogmaður. Þegar á að bjóða hönd hennar fram til hjónabands býður hún venjunum birginn og veldur miklum titringi í konungsríkinu. Til að gera málin enn flóknari leitar Merida hjálpar hjá sérviturri gamalli konu og fær hjá henni eina ósk sem reynist þó vera óheillaósk því hún gerir það að verkum að Elinor, mamma Meridu, breytist í skógarbjörn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -