Mánudagur 20. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Tengdi veikindin ekki við Landspítalann í fyrstu: „Byrjaði með pirringi í augum og flensueinkennum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir fimm árum stóð Kristín Sigurðardóttir læknir frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa að umbylta öllu lífi sínu vegna veikinda af völdum rakaskemmda á Landspítalanum. Hún segir það vissulega hafa verið áfall að geta ekki lengur starfað sem sjúkrahúslæknir en hún skilgreini sig ekki út frá veikindunum. Fyrst hélt hún að veikindi sem hún glímdi við stöfuðu af breytingu á loftslagi eftir að hafa dvalið lengi á Spáni. Annað átti eftir að koma í ljós.

Eftir heimkomu úr sérnámi í Bretlandi vann Kristín á Íslandi í fimm ár en ævintýraþráin dró hana og fjölskylduna til Spánar þar sem þau bjuggu í sjö ár. Að þeim tíma loknum kom hún aftur heim og fór að vinna á Landspítalanum. Það leið þó ekki á löngu áður en hún fór að finna fyrir veikindum sem hún segist til að byrja með alls ekki hafa tengt vinnustaðnum.

„Þetta byrjaði með pirringi í augum og endalausum flensueinkennum,“ útskýrir hún. „Ég hélt til að byrja með að þetta stafaði bara af breytingu á loftslagi eftir að hafa verið svona lengi á Spáni en svo kom í ljós að það voru rakaskemmdir í húsnæði spítalans sem voru orsökin. Ég átti erfitt með að trúa því til að byrja með, mér þótti svo gaman í vinnunni og gat ekki hugsað þá hugsun til enda að þurfa að hætta í henni. En það leið ekki á löngu þar til ég var orðin það veik að ég varð að hætta.“

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -