Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

„Tengist afa og pabba í gegnum skeiðarnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hanna Sigríður Magnúsdóttir er hamingjusöm með að halda gamalli fjölskylduhefð á lofti.

Myndin á skeiðinni er af konu sem starir út á hafið með trú og von í hjarta að bíða þess að ástin hennar skili sér heil heim. Viðfangsefnið er vonin.

Hanna Sigríður Magnúsdóttir, hönnuður og eigandi verslunar Guðlaugs A. Magnússonar, er þriðji ættliðurinn sem hannar jólaskeiðina. Hún segir að saga föðurfjölskyldunnar liggi í skeiðunum og gefi þeim djúpa merkingu.

„Viðfangsefni nýjustu skeiðarinnar er vonin en myndin á skeiðinni er af konu sem starir út á hafið með trú og von í hjarta að bíða þess að ástin hennar skili sér heil heim,“ segir Hanna Sigríður og vitnar í Bubba Morteins: „Vonin, vonin, vonin blíð, vertu mér hjá.“

Í ár bætti hún við vörulínu þar sem munsturhluti skeiðarinnar verður fáanlegur sem hálsmen.

Jólaskeiðin á sér langa sögu, Guðlaugur, afi Hönnu Sigríðar, gerði fyrstu skeiðina árið 1946 og í ár verður gefin út sjötugasta og fyrsta skeiðin frá upphafi. Tólf skeiðar eru í hverri hönnunarlínu og árið 2013 hófst hönnun á sjöundu línunni.

„Viðfangsefni nýjustu skeiðarinnar er vonin en myndin á skeiðinni er af konu sem starir út á hafið með trú og von í hjarta að bíða þess að ástin hennar skili sér heil heim.“

Hanna Sigríður er þriðji ættliður í verslun Guðlaugs A. Magnússonar og þrátt fyrir að hafa lagt stund á viðskiptafræði og mannauðsstjórnun þá heillaði þessi sköpun hana alltaf. „Frá blautu barnsbeini fylgdist ég með af ákafa þegar pabbi velti fyrir sér hvað ætti að vera á næstu skeið. Hann kom að hönnun skeiðanna og var mikill hugmyndasmiður þegar hann rak fyrirtækið frá 1963 til 2004. Eftir að teiknivinnu var lokið, því hann teiknaði ekki sjálfur skeiðarnar, fékk ég að fylgja honum til Kaupmannahafnar þar sem verkfærið var handgrafið eftir teikningunni. Þetta fannst mér stórmerkilegt og ótrúlega spennandi.

Allra fyrsta jólaskeiðin sem Guðlaugur A. Magnússon hannaði og gerði árið 1946.

Þegar ég handfjatlaði glansandi silfurskeiðarnar, sem voru svo margar og ólíkar, áttaði ég mig á að í þeim lá saga föðurfjölskyldu minnar. Það gefur þessum skeiðum svo djúpa merkingu fyrir mig að geta velt fyrir mér hugmyndum bæði afa míns, frá 1946, og síðan hugmyndum föður míns, frá 1963, mótuðum í silfurskeiðar sem munu lifa um aldur og ævi, mann fram af manni. Mér finnst þetta í raun stórkostlegt og er mjög hamingjusöm að fá að halda þessari hefð á lofti af alúð og kærleika. Að sitja með allar skeiðarnar fyrir framan mig snertir mig djúpt og mér finnst ég tengjast afa mínum sem dó 1952 og ég þekkti því aldrei en ekki síður finn ég svo sterkt tenginguna við föður minn sem dó 2013 eftir erfiða baráttu við Alzheimer.“

- Auglýsing -

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Mynd af Hönnu / Heiða Helgadóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -