Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Það nota ekki allir stærð 168

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Ragnhildi Sigurðardóttur (Göggu)

Að leyfa sér að vera öðruvísi og vera maður sjálfur er mjög áhugavert verkefni og eiginlega mjög mikilvægt.

Ég  man í æsku þegar ég var oft að reyna að falla inn í hópinn eða hópana og gera eins og hinir.

Þarna var tímabil þar sem ég var að prófa, mistakast og læra af þeim verkefnum sem lögð voru fyrir mig á þeim tíma.

Ég áttaði mig fljótlega á því að mér leið ekki vel ef ég var ekki að gera það sem mín innri líðan, innsæið sagði mér.

Já, það tók góðan tíma að átta sig á því að innri líðan og innsæið voru að segja eitthvað. Þegar ég áttaði mig á því þá liðu nokkur ár, sem fóru í það að læra á þessi skilaboð.

- Auglýsing -

Eitt er að vita um það og átta sig á skilaboðunum og annað er að fara eftir skilaboðunum.

Til að útskýra stuttlega fyrir þér lesandi góður þá hef ég alltaf verið mjög næm á fólk og aðstæður í kringum mig.

Það sem er mér mjög  mikilvægt er að fólki líði vel og líði vel í þeim aðstæðum sem það er í.  Ég hef starfað við heildræna meðhöndlun, lífsstílsþjálfun og bætt hugarfar í yfir 30 ár og það er svo lærdómsríkt að sjá fólk gera þær breytingar sem viðkomandi vill ná, skref fyrir skref.  Mikilvægt er að fara á sínum hraða og vera í takt við sjálfan sig og sína innri líðan og insæi.  Við notum ekki öll stærð 168 og því fyrr sem við áttum okkur á því og í hvaða samhengi sem er, þeim mun betur mun okkur líða. Mikilvægt er að finna sína leið og fylgja henni og vera trúr sjálfum sér. Kannski er hægt að kalla það „Að segja já við sig.“ Á hverju ári eru 365 möguleikar í að segja já við sjálfan sig. Þú ert frábær eins og þú ert.

- Auglýsing -

Lestu hverja setningu rólega og ef það koma upp tilfinningar eða einhver líðan, fylgstu þá með því.

Að upplifa það að líða vel og finnast það í lagi.

Að upplifa að vera í jafnvægi og leyfa sér það.

Að upplifa það að vera maður sjálfur án þess að halda  að þú skyggir á aðra.

Að upplifa að gera það sem þig langar til og sleppa því að vera meðvirkur.

Ég get talið upp ótal margt,sem væri mikilvægt fyrir þig svo þér líði vel.  Ef við förum inn á jákvæða sálfræði þá segir þar að þrátt fyrir erfiðleika geti meirihluti fólks haft tilgang með lífinu og lifað því með reisn.  Jákvæð Sálfræði skoðar einnig hvernig fólk getur notað styrkleikana sína, sem því miður allt of fáir eru meðvitaðir um að nota og beina athyglinni  að. Það er svo ótrúlega mikið sem eflist hjá þér ef þú ert meðvitaður um styrkleikana þína og hvernig þú ætlar að nota þá.

Hugræn atferlismeðferð fer inn á meðal annars það hvernig hugarfar þitt er við vissar aðstæður og hvernig þú bregst við þeim aðstæðum og leysir úr því. Með öðrum orðum að gera þig meðvitaðan um viðbrögð þín við mismunandi aðstæðum. Hugræna atferlismeðferð er hægt að nota til að bæta samskipti og heilbrigðan lífsstíl.  Einnig er hún notuð þegar fólk er komið á tímamót eða jafnvel mætt veggnum eins og ég orða það.  Stundum er líka bara gott að tala við vin og leyfa sér bara að vera.  Fyrir suma er gott að hreyfa sig og þá líður þeim miklu betur.

Mikilvægt er að þú byggir upp jákvætt viðhorf gagnvart sjálfum þér og öðrum.

Efla jákvæðar hugsanir sem um leið  styrkja líkama og sál.   Mundu bara að við notum ekki öll stærð 168.  Finndu þína stærð _______ sem er í takt við þig og þína innri líðan og innsæi.

Jákvæðar hugsanir breyta deginum.


Höfundur er Cand.mag. Íþróttafr., NLP-master/coach, nálastungufræðingur,
yogakennari, Hugræn atferlism., Jákvæð Sálfræði og FKA-félagi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -