Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Þegar vinkonan er orðin óþolandi …

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er hægt að segja upp bestu vinkonu sinni þegar maður skynjar að komið sé nóg, að því er sérfræðingar fullyrða. Auðvitað eru vinkonur ekki alltaf sammála og ágreiningur er bara eðlilegur en þegar hið neikvæða hefur yfirhöndina og manni finnst sem vináttan sé orðin byrði er ástæða til að grípa til ráðstafana.

Það er að vísu hægara sagt en gert að segja upp vinkonu sinni. Það er erfitt að segja skilið við þann sem manni hefur þótt vænt um og verið manni náinn. Og þar sem það virðist vera ákveðið stöðutákn að eiga marga vini hika kannski einhverjir við að fækka í vinahópnum. En erlendir sálfræðingar hafa bent á að fólk verji miklum tíma og orku í að halda lífi í gömlum vináttusamböndum sem því líði í raun illa í.

Sálfræðingarnir taka það meira að segja fram að sumum reynist jafnvel auðveldara að skilja við maka sinn en náinn vin.

En hvernig á maður þá að binda enda á vináttu? Það er hægt að draga sig í hlé með því að hætta að hringja í viðkomandi. Auðvitað væri gott að geta rætt málin en þá er hætta á að maður drukkni í smáatriðum og að allt misskiljist sem maður segir. En kjósi maður að ræða við vinkonu sína þarf að velja orð sín vandlega og hafa í huga að í raun er ekki hægt að gera alla hluti upp. Ágætt ráð er að segja hvernig manni sjálfum líður en sleppa ásökunum. Svo þarf maður líka að vera reiðubúinn að hlusta.

Sambandið er orðið erfitt þegar:
… þú hefur ekki áhuga á henni
… þið hafið ekkert til að tala um
… þú þorir ekki að vera þú sjálf
… þér leiðist þegar þið eruð saman
… þú þorir ekki að segja skoðanir þínar
… þig langar ekki til að svara í símann þegar hún hringir

Kannski er tími kominn á sambandið þegar vinkona þín:
... segir þér ósatt
… stendur aldrei við loforð sín
… lítillækkar þig
… krefst þess að þú takir hana fram yfir fjölskyldu þína
… segir öðrum frá því sem þú segir henni í trúnaði
… keppir við þig um vinnu, stráka og útlit

- Auglýsing -

Þannig slíturðu sambandinu:
Lýstu því hvernig þér líður – gagnrýndu hana ekki.
Komdu þér beint að efninu.
Sýndu að þú sért reiðubúin að hlusta. Dæmi: „Þegar þú gerir svona finnst mér að … Hvað finnst þér sjálfri?”
Talaðu við vinkonu þína augliti til auglitis. Ef þú ert í gríðarlega miklu uppnámi skaltu heldur skrifa henni bréf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -