Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Þjáning getur verið dásamleg á margan hátt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Valdís Sylvía Sigurþórsdóttir hefur starfað sem einkaþjálfari í næstum tvo áratugi en hún er stofnandi Jump fit og Foam flex á Íslandi. Hún segir mikilvægt að tala fallega til sjálfs sín og burðast ekki um með hugarfarsleg aukakíló. Valdís prýðir forsíðu nýjustu Vikunnar.

Undanfarin ár hefur Valdís ferðast mikið ásamt eiginmanni sínum til Asíu, fjórum sinnum til Taílands og þrisvar til Balí. Þegar viðtalið fór fram var Valdís einmitt á leiðinni til Balí. „Fyrsta ferðin mín var árið 2010 en þá heimsótti ég Taíland. Það urðu algjör þáttaskil í mínu andlega ferli. Ég heillaðist af einhverju sem ég get ekki komið orði að. Þar er fátækt en líka mikil gleði. Mér líður alltaf best innan um heimamenn en ekki túristann. Ég vil upplifa þeirra menningu og ég er ekki þessi kona að nennir að gera sig sætari á hverju kvöldi.“

Mynd: Unnur Magna

Í kjölfar ferðarinnar fór Valdís að lesa sér til um búddisma og hindúatrú þar sem allt snýst um karma.

„Ég held í hjarta mér að ég muni fá það sem ég á skilið og það sem ég gef frá mér skipti miklu máli. Ef það kemur eitthvað upp á held ég alltaf ró minni því ég veit að karma sér um sitt. Og ef einhver svíkur mig þá nota ég þessa hugsun, karmað sér um þetta og málið er farið. Ég las nýverið bók í Taílandi sem fjallar um það hvernig þjáningin getur reynst fólki sem gjöf, þá hugsun hef ég tileinkað mér. Við lærum svo margt í þjáningu og nú er ég alls ekki að tala um þjáningu við missi fólks eða annað álíka áfall eins og sjúkdóma eða slys.

Ég tala um raunhæf markmið en samt þarf þessa góðu þjáningu í bland.

Ég er að tala um tilfinningalegan þroska að markmiðum. Hvað þjáning er dásamleg á margan hátt. Manneskja sem reykir ætti að vilja að þjást aðeins, ekki að óttast sársaukann. Það þarf að þjást til að fá þessa vellíðan að vera reyklaus. Manneskja sem ætlar sér markmið í ræktinni ætti einnig að vilja þjást aðeins, að læra að skilja að þjáning er hjálpleg og maður ætti ekki alltaf að bugast undan löngunum.

Ég tala um raunhæf markmið en samt þarf þessa góðu þjáningu í bland. Við þjáumst alveg í prófatörn í skóla en við lærðum það kornung að þetta þurfum við að gera til að útskrifast. Það er eitthvað sem við kunnum. Alveg sama þjáning og ég er að tala um, bara nota hana á öllum öðrum sviðum líka. Það mætti alveg kenna þetta í skólum og ég meina það ekki á dramatískan hátt.

Ég nota þjáninguna til að ganga aðeins lengra, þegar ég er alveg að springa á hlaupabrettinu.

Mér líður ekkert alltaf vel á meðan en hugsunin leitar alltaf í líðanina eftir á. Ég nota líka þjáningu þegar ég þori ekki, að þá hugsa ég fram á við. Þetta er það sem ég kalla að spjalla við sjálfið á uppbyggjandi hátt. Að elska þjáninguna er virkilega þroskandi og róandi.“

- Auglýsing -

Þetta er aðeins brot úr viðtalinu við Valdísi. Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar sem nú er komið á sölustaði. 

Viðtalið við Valdísi Sylvíu má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Myndir / Unnur Magna
Förðun / Björg Alfreðsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -