Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Þú varst einfaldlega toppurinn á tilverunni í mínu lífi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarki Már Sigvaldason lést þann 27. júní eftir sjö ára baráttu við krabbamein en eiginkona hans, Ástrós Rut Sigurðardóttir, greindi frá andlátinu á Facebook-síðu sinni. Ástrós hefur staðið þétt við bakið á manni sínum í gegnum veikindin og talað opinskátt um bæði góða og slæma tíma.

Ástrós var í forsíðuviðtali í Vikunni í september árið 2016 en þá voru þau Bjarki búin að ákveða að setja lífið ekki lengur á bið vegna veikindanna, heldur lifa því til fulls – voru að plana brúðkaup og barneiginir. „Það er ekki einu sinni víst að þetta heppnist en við viljum ekki lengur setja lífið á bið. Lífið er akkúrat núna og við eigum að njóta þess að vera til,“ sagði Ástrós í 36. tbl. Vikunnar 2016 þegar hún greindi frá tilvonandi tæknifrjóvgun.

„Ég er hætt að hugsa um hvað öðrum finnst og hef ákveðið að hlusta á sjálfa mig og hvað við Bjarki lifum fyrir. Ef Bjarki deyr frá ungu barni sínu og það spyr um hann gæti ég svarað: „Pabbi vildi eignast þig, hann lifði drauminn sinn.“

Og þau stóðu sannarlega við stóru orðin og nýttu dýrmætan tíma til að njóta lífsins. Bjarki og Ástrós gengu í hjónaband sumarið 2017 og eignuðust dótturina Emmu Rut í september á síðasta ári.

Í Facebook-færslu Ástrósar á laugardaginn segir hún meðal annars: „Þú áttir svo mikið í mér elsku besti minn, studdir mig í einu og öllu og róaðir mig niður og hafðir vit fyrir mér. Það sem við gátum kjaftað saman um lífið og tilveruna alla daga og notið stundanna, ég þú og Emma Rut.

Takk fyrir að hafa komið inn í líf mitt þegar ég var 16 ára gömul, ég varð ástfangin við fyrstu sýn og er það enn í dag. Takk fyrir að ferðast með mér um heiminn, giftast mér og eignast besta barn í heimi með mér sem mun bera öll góðu genin þín um ókomna tíð.

Ég ætla að standa mig í stykkinu fyrir þig, ég mun ala upp Emmu eftir okkar lífsgildum alveg eins og við töluðum um og mun ávallt passa uppá að hún eigi fullt af fallegum minningum um þig.“

- Auglýsing -

Ritstjórn Vikunnar sendir Ástrósu og fjölskudu hennar innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -